Stjórnarfundur 23.03.2012

26.3.2012

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 23. mars 2012 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 10. fundur stjórnar og sá 957. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir,  Anh-Dao Tran, Eyrún Sigurðardóttir, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðuðu: Ágústa Ósk Aronsdóttir, Anh Dao Tran og Einar Sigurðsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Dagskrá aðalfundar. Lagt fram minnisblað. Dagskrá aðalfundar samþykkt.

2.    Styrkur til Fjölsmiðjunnar. Lagt fram minnisblað. Bréf barst frá Fjölsmiðjunni með ósk um styrk að upphæð kr. 1.5 millj. vegna halla á rekstraráætlun yfirstandandi árs. Stjórn lýsti yfir vonbrigðum með að ekki hafi borist upplýsingar um hvernig Fjölsmiðjan hyggst taka á hallarekstri sínum. Stjórn samþykkti að styrkja Fjölsmiðjuna um eina milljón króna af biðreikningi. Einnig að draga fulltrúa sína út úr stjórn Fjölsmiðjunnar í Kópavogi og Fjölsmiðjunnar á Akureyri og úr stjórn Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum eftir tvö ár.

3.    Starf URKÍ. Margrét Inga Guðmundsdóttir formaður URKÍ mætti til fundar og sagði frá því helsta sem er á döfinni. Umræður um störf URKÍ.

4.    Lagabreytingar. Allmargar athugasemdir hafa borist frá deildum við drög að nýjum lögum. Farið var ýtarlega yfir breytingartillögur og athugasemdir.Stjórn mun leggja endurskoðuð drög að nýjum lögum fyrir fund formanna á morgun.
Ragna og Stefán yfirgáfu fund.

5.    Rome Concensus – mál frá aðalfundi. Lagt fram minnisblað. Málið var tekið upp á aðalfundi sl. vor. Stjórn fól framkvæmdastjóra að taka þetta mál upp við norrænu Rauða kross félögin og kanna hvort viðhorf þeirra og rök varðandi aðild hafi breyst.

6.    Samningur vegna sjúkraflutninga. Borist hefur nýtt tilboð frá Sjúkratryggingum sem gerir ráð fyrir að endurnýjaðir verði 27 bílar árin 2013-2015. Bílar megi verða allt að 12 ára gamlir og 10 til viðbótar enn eldri séu þeir keyrðir minna en 180 þús. km. Verulega er því dregið út kröfum og breytingar gerðar á kröfulýsingu. Stjórn lýsir vonbrigðum sínum með tilboð Sjúkratryggingar og ítrekar afstöðu félagsins varðandi öryggi og gæði sjúkraflutninga. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

7.    Formannafundur. Rætt um formannafund.
8.    Önnur mál
i.    Engin önnur mál.

9.    Störf stjórnar. Framkvæmdastjóri og ritari stjórnar yfirgáfu fund.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir