Stjórnarfundur 26.08.2011

29.8.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                    FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 26. ágúst 2011 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 3. fundur stjórnar og sá 950. frá upphafi.

Mætt: Anh-Dao Tran, Ágústa Ósk Aronsdóttir, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Anna Stefánsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

Gunnar Frímannsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns og bar fundinum kveðju hennar.

1.    Skipan vinnuhóps um endurskoðun laga félagsins. Lagt fram minnisblað ásamt tillögu að skipan vinnuhópsins. Framkvæmdaráði falið að finna aðila með sérfræðiþekkingu til að starfa með hópnum. Tillagan var samþykkt.

2.    Vin. Lagt fram minnisblað. Ekki er útlit fyrir að Reykjavíkurborg muni taka við rekstri Vinjar. Stjórn samþykkti eftirfarandi: „Rauði krossinn mun hætta rekstri Vinjar í lok mars 2012. Reykjavíkurborg og öðrum hagsmunaaðilum verði kynnt þessi niðurstaða. Félagið myndi fagna því ef Reykjavíkurborg tæki við starfsemi athvarfsins eða greiddi rekstrarkostnað þess en fæli Rauða krossinum að sjá um starfsemina líkt og gert er með Konukot.“

3.    Einstaklingsaðstoð. Lagt fram minnisblað. Samþykkt að fela hópi sem vann að endurskoðun á einstaklingsaðstoð að starfa áfram og boða til vinnufundar með deildum.

4.    Sjúkraflutningar. Lagt fram minnisblað. Tímabundinn samningur var gerður við Sjúkratryggingar Íslands til 1. október n.k.  þar sem framlag ríkisins er óbreytt en kostnaður Rauða krossins breytist í samræmi við hlut Sjúkrabílasjóðs í tekjum frá Íslandsspilum.

5.    Alþjóðlegir fundir. Lagt fram minnisblað og framkvæmdastjóri sagði frá fundum Alþjóðahreyfingarinnar sem haldnir verða í Genf í nóvember.

6.    Íslandsspil. Rætt um samstarfið innan Íslandsspila og möguleika á að auka tekjur þeirra.

7.    Skipulagsbreytingar á landsskrifstofu. Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á landskrifstofu.

8.    Önnur mál.
i.    Fundur með formönnum ellefu stærstu deilda um rekstrarkostnað. Óskað er eftir að stjórnarfólk félagsins sitji fundinn.
ii.    Rekstrarhalli. Horfur eru á meiri halla á rekstri félagsins en áætlað var vegna minni fjármagnstekna.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.18:40
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir