Stjórnarfundur 21.05.2011

21.5.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                 FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands miðvikudaginn 21. maí 2011 að loknum aðalfundi í Reykjanesbæ kl. 16:05. Þetta var 1. fundur stjórnar og sá 948. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Ágústa Ósk Aronsdóttir, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Eyrún Sigurðardóttir, og Sigríður Magnúsdóttir boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

Formaður bauð nýja stjórnarkonu, Rögnu Árnadóttur, velkomna og Ragna Árnadóttir þakkaði traustið.

1.    Stjórn skiptir með sér verkum.. Formaður gerði að tillögu sinni að Gunnar Frímannsson yrði áfram varaformaður, Sigríður Magnúsdóttir ritari og Einar Sigurðsson gjaldkeri. Var það samþykkt.  Þá gerði formaður tillögu um að í framkvæmdaráði, auk formanns, sætu áfram þau Gunnar Frímannsson og Sigríður Magnúsdóttir og til vara Einar Sigurðsson. Var það einnig samþykkt.
2.    Önnur mál.
I.    Næsti stjórnarfundur verður föstudaginn 3. júní næstkomandi og eftir hann fundarhlé til 26. ágúst.
II.    Gjaldkeri sagði að stjórn þyrfti að endurmeta hvort halda ætti áfram hallarekstri félagsins út árið 2013 og benti á að tekjur minnkuðu hraðar en ráð var fyrir gert. Sagði hann að hugmyndir að breytingum á rekstri félagsins þyrftu að liggja fyrir í haust. Formaður benti á að samráð þyrfti að hafa við deildir um breytingar á rekstrinum og efaðist um mikið svigrúm til þess yfir sumartímann. Framkvæmdastjóri taldi þó unnt að hefja greiningarvinnu og samráð við stærstu deildir að einhverju leyti á sumri komanda.
III.    Stjórnarfólk lýsti yfir sérstakri ánægju með erindi sjálfboðaliða á aðalfundi sem var að ljúka.

Fundi slitið kl. 16:15.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir