Stjórnarfundur 20.05.2011

20.5.2011

 STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                     FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 20. maí 2011 kl. 13:45 í Efstaleiti 9. Þetta var 12. fundur stjórnar og sá 947. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.
Fjarvist boðuðu Ágústa Ósk Aronsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Gísli Pálsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Endurskoðuð áætlun fyrir 2011.  Allt stefnir í að halli á öllu félaginu verði yfir 190 milljónir á þessu ári, sem kemur til af stöðugt lækkandi tekjum og auknum útgjöldum.  Samþykkt var að fara í endurskoðun á skipulagi verkefna og hvernig fjármagni til þeirra er skipt. Einnig verði skipulag félagsins endurskoðað vegna breytinga á tekjum. Ákveðið að taka málið upp aftur á fundi stjórnar í ágúst. Eftir umræður var áætlunin samþykkt .

Gunnar Frímannsson mætti til fundar kl. 14:20

2.    Fyrirkomulag á endurskoðun. Lagt fram minnisblað. Samþykkt að endurskoðun fyrir félagið í heild verði boðin út. Einnig var samþykkt að skipt yrði um endurskoðanda félagsins þar sem núverandi endurskoðendur hafa sinnt því starfi lengi. Á engan hátt er verið að halla á núverandi endurskoðendur sem hafa unnið mjög gott starf.
 
3.    Reglur varasjóðs og nýting. Lagt fram minnisblað. Samþykkt að breyta reglum um varasjóð þannig að 3. gr. reglna um varasjóð verði svohljóðandi:

„Varasjóður Rauða kross Íslands skal varðveittur og ávaxtaður samkvæmt fjárfestingarstefnu samþykktri af stjórn Rauða kross Íslands. Eignir varasjóðs Rauða kross Íslands skulu aðgreindar sérstaklega í bókhaldi félagsins. Ávöxtun sjóðsins skal notuð við starfsemi Rauða krossins.“
4.    Fataverkefni. Lagt fram minnisblað. Tillögur starfshóps um nýskipan fataverkefnisins (fatasöfnun og fataflokkun) samþykktar.

5.    Einstaklingsaðstoð.  Lagt fram minnisblað. Tillögur starfshóps um einstaklingsaðstoð samþykktar.

6.    Umsóknir um fjárframlög vegna innflytjendaverkefna. Þrjár deildir sóttu um fjármagn til innflytjendaverkefna, Reykjavíkurdeild, Akranesdeild og Fáskrúðsfjarðardeild, og mælir ráðgjafarhópur um innflytjendamál með þeim öllum. Stjórn samþykkir tillögur ráðgjafarhópsins.

7.    Vinnuhópur um fjáröflun. Lagt fram minnisblað. Samþykkt að setja á fót sérstaka fjáröflunarnefnd undir formennsku gjaldkera. Formanni og framkvæmdastjóra falið að finna fólk í nefndina fyrir stjórnarfund í júní. 

8.    Önnur mál.
i.    Formaður hvatti stjórnarfólk til að taka virkan þátt í aðalfundi á morgun.
ii.    Sjúkraflutningar. Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með velferðarráðherra en lokadrög að  nýrri kröfulýsingu vegna sjúkraflutninga hafa borist frá ráðuneytinu.
iii.    Framkvæmdastjóri sagði frá atburði sem átti sér stað á landsskrifstofu þann 6. maí sl.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 15:55
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir