Stjórnarfundur 27.04.2011

27.4.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                             FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands miðvikudaginn 27. apríl 2011 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 11. fundur stjórnar og sá 946. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Esther Brune, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir, Stefán Yngvason og Ágústa Ósk Aronsdóttir.
Fjarvist boðuðu Einar Sigurðsson, Halldór U. Snjólaugsson og Gísli Pálsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Margrét Flóvenz endurskoðandi og Guðmundur Jóhannesson sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs sátu fundinn undir 2. dagskrárlið.

1.    Fundargerð síðasta stjórnarfundar. Fundargerðin samþykkt.

2.    Samstæðureikningur ársins 2010. Margrét Flóvenz endurskoðandi og Guðmundur Jóhannsson fjármálastjóri fóru yfir ársreikning og endurskoðunarskýrslu.  Að loknum umræðum var reikningurinn samþykktur og undirritaður.

3.    Tillögur kjörnefndar. Lagt fram minnisblað og formaður kynnti tillögu kjörnefndar vegna stjórnarkjörs og kjörs skoðunarmanna reikninga á aðalfundi. Samþykkt að leggja tillögurnar fyrir aðalfund félagsins.

4.    Tillaga til aðalfundar um Stefnu til 2020. Síðustu drög að stefnuskjali kynnt og rædd. Stefnan samþykkt með breytingum sem gerðar voru á fundinum.  Samþykkt að leggja tillögu um að staðfesta Stefnu 2020 fyrir aðalfund félagsins.

Ágústa Ósk vék af fundi kl. 19:00
Formaður vék út af dagskrá og tók fyrir 10. dagskrármálið.
Stefán yfirgaf fund kl. 19:35

5.    Tillaga til aðalfundar um breytingu á árgjaldi.  Lagt fram minnisblað. Samþykkt að leggja tillögu til breytinga á árgjaldi Rauða kross Íslands fyrir aðalfund félagsins í maí.

6.    Viðurkenningar á aðalfundi. Lögð fram minnisblöð með tillögum annars vegar framkvæmdaráðs og hins vegar viðurkenningarnefndar um viðurkenningar á aðalfundi. Samþykkt að veita viðurkenningu Sigrúnu Gerðu Gísladóttur og Guðrúnu Pálsdóttur frá Önundarfjarðardeild, Þóru Stefánsdóttur , Guðrúnu Ólafsdóttur og Rögnu Maríu Gunnarsdóttur frá Kvennadeild Reykjavíkurdeildar og Kristínu Gestsdóttur frá Suðurnesjadeild sem og Kópavogsdeild fyrir Eldhuga og Enter og Akranesdeild, Hafnarfjarðardeild, Kjósarsýsludeild, Kópavogsdeild, Reykjavíkurdeild og Suðurnesjadeild fyrir verkefni undir átakinu Ungt fólk til athafna.

7.    Breytingar á starfsreglum URKÍ. Lagt fram minnisblað. Breytingar voru samþykktar á starfsreglum á aðalfundi URKÍ í apríl sl. Stjórn samþykkir nýjar starfsreglur.

8.    Framlag úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar vegna Landsnefndar um alþjóðleg mannúðarlög. Lagt fram minnisblað. Starfstími framkvæmdastjóra Landsnefndar um alþjóðleg mannúðarlög rennur út á haustmánuðum. Stjórn samþykkir að framlengja 20% stöðugildi framkvæmdastjóra til loka árs 2012.

9.    Íslandsspil. Fulltrúar í stjórn og staða. Á aðalfundi Íslandsspila 11. maí n.k. á að tilnefna fulltrúa í stjórn til næstu tveggja ára. Samþykkt að núverandi stjórnarfólk sitji áfram næstu tvö árin. Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning Íslandsspila, dagskrá aðalfundar og sagði frá minnisblaði til innanríkisráðherra.

10.    Tillögur frá vinnuhópi um fataverkefnið. Lagt fram minnisblað og formaður hópsins kynnti tillögur um nýtt fyrirkomulag fataverkefnisins.  Stjórn lýsti yfir ánægju sinni með tillögurnar. Málið verður tekið fyrir aftur á stjórnarfundi í maí.

11.    Tillögur frá vinnuhópi um einstaklingsaðstoð.  Lagt fram minnisblað og formaður hópsins fór yfir drög að tillögum um aðstoð til einstaklinga. Framkvæmdastjóra falið að leita eftir viðræðum við félagsþjónustunefnd sambands íslenskra sveitarfélaga um samstarf í málaflokknum.

12.    Lög um merkið og Rauða kross Íslands. Lagt fram minnisblað með drögum að frv. til l. um Rauða kross Íslands sem allsherjarnefnd hyggst leggja fyrir Alþingi.

13.    Önnur mál
i.    Breyting á fundartíma stjórnar í maí og júní. Samþykkt að næsti fundur stjórnar verði kl. 13:45 föstudaginn 20. maí og júnífundurinn þann 3. júní kl. 16:15.
ii.    Ársskýrsla.  Framkvæmdastjóri lagði fram drög að ársskýrslu félagsins

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir
Fundi slitið kl. 20:50