Stjórnarfundur 25.03.2011

25.3.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                             FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 25. mars 2011 kl. 16:15 í VIN, Hverfisgötu 47. Þetta var 10. fundur stjórnar og sá 945. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir, Stefán Yngvason og Ágústa Ósk Aronsdóttir.
Fjarvist boðuðu: Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir og Gísli Pálsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri og Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs og Þórdís Rúnarsdóttir forstöðumaður Vinjar sátu fundinn undir öðrum dagskrárlið.

1.    Fundargerð síðasta stjórnarfundar. Fundargerðin samþykkt.    
Formaður vék út af dagskrá og tók fyrir 8. dagskrármál.
2.    Starfið í Vin og framtíðarhorfur.  Forstöðumaður Vinjar og sviðsstjóri innanlandssviðs kynntu starf Vinjar og sögðu frá starfseminni sem þar fer fram.  
3.    Umsóknir um fjármagn vegna verkefna með innflytjendum.  Ráðgjafarhópur um innflytjendamál mælti með fjórum umsóknum af fimm. Ein umsókn barst of seint. Tillaga ráðgjafarhóps samþykkt en samkvæmt henni fengu Akranes-, Hafnarfjarðar-, Norðfjarðar- og Önundafjarðardeildir fjárframlög til verkefna með innflytjendum en Kópavogsdeild ekki.  Stjórn samþykkti einnig að gefa deildum aftur tækifæri á að sækja um styrki til að starfa að innflytjendaverkefnum, fyrir 1. maí næstkomandi. Verður það í síðasta sinn sem úthlutun styrkja af þessari fjárveitingu fer fram.   
4.    Dagskrá aðalfundar 2011.  Dagskráin samþykkt. Samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögu um hækkun árgjalds í kr. 2.000.  
5.    Áfangaskýrslur frá Rauðakrosshúsunum. Grundarfjarðar- og Kópavogsdeild hafa sent inn umbeðnar viðbótarupplýsingar og verður lokastyrkur því greiddur. Upplýsingar vantar enn frá tveimur deildum.   
6.    Sjúkraflutningar.  Drög að kröfulýsingu hafa borist frá velferðarráðuneytinu. Ljóst er að ráðuneytið mun gera kröfu um fækkun sjúkrabíla og  að staðsetning þeirra sé ákveðin innan heilbrigðisumdæmanna. Íbúafjöldi og samgöngur hafa breyst verulega frá því að núverandi staðsetning sjúkrabíla var ákveðin. Þá mun ráðuneytið væntanlega óska eftir að fengnir verði minni og ódýrari bílar þar sem því verður við komið.
7.    Drög að stefnu til 2020.  Stefnunefnd hefur fundað með tæplega 200 sjálfboðaliðum um allt land. Í nýrri stefnu er tekið mið af stefnu Alþjóðahreyfingarinnar til 2020 um að gera meira og gera betur fyrir fleiri. Samþykkt að leggja stefnudrögin fyrir formannafund.   
Sólveig yfirgaf fund kl. 19:15
8.    Skipting kassatekna. Rætt um tekjuskiptingu og hugsanlega breytingu á henni.  Verður tekið fyrir síðar í tengslum við endurskoðun laga félagsins.  
9.    Önnur mál.  
i.    Breyting á tíma næsta stjórnarfundar. Fundurinn verður 27. apríl kl. 16:15
ii.    Framkvæmdastjóri greindi frá breytingum í starfsmannamálum.
iii.    Aðalfundur Íslandsspila verður haldinn 11. maí kl. 16. Samþykkt að þeir stjórnarmenn sem geta verði fulltrúar félagsins á aðalfundinum en starfsfólk á landsskrifstofu komi til viðbótar ef þarf.
iv.    Landsnefnd um mannúðarlög. Rætt um að áfram verði stutt við  20% stöðugildi starfsmanns Landsnefndar um mannúðarlög með fjármagni úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Verður tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.
v.    Framkvæmdastjóri sagði frá verkefni sem væri til skoðunar um að kynna ódýran mat.

Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir
Fundi slitið kl. 20:00