Stjórnarfundur 25.02.2011

25.2.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                 FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 25. febrúar 2011 kl. 17:00 húsnæði Hveragerðisdeildar. Þetta var 9. fundur stjórnar og sá 944. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Esther Brune, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Yngvason og Ágústa Ósk Aronsdóttir.
Fjarvist boðuðu: Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Halldór U. Snjólaugsson, Sólveig Reynisdóttir og Gísli Pálsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri og Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs sat fundinn undir sjötta dagskrárlið.

1.    Samningur við ríkislögreglustjóra um hjálparlið almannavarna. Lagt fram minnisblað. Framkvæmdastjóri kynnti drög að samningi við ríkislögreglustjóra um hlutverk Rauða kross Íslands í heildarskipulagi hjálparliðs vegna almannavarna annars vegar og drög að samningi ríkislögreglustjóra við Rauða krossinn og Slysavarnafélagið Landsbjörgu um hlutverk þeirra í heildarskipulagi almannavarna. Samningarnir voru samþykktir.
2.    Skipun fulltrúa í nefnd um viðurkenningar á aðalfundi.  Samþykkt að Eyrún Sigurðardóttir verði formaður nefndinnar , Rúnar Helgason Suðurnesjadeild og Karen Erla Erlingsdóttir Héraðs- og Borgarfjarðardeild verði skipuð áfram og óskað verði eftir tilnefningu frá URKÍ.
3.    Áfangaskýrslur frá Rauðakrosshúsunum.  Lagt fram minnisblað. Hafnarfjarðardeild þakkað fyrir góða skýrslu. Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir frekari upplýsingum frá öðrum deildum um árangur virknisetranna.
4.    Fjáraflanir. Lagt fram minnisblað. Með minnkandi kassatekjum og aukinni annarri fjáröflun er mikilvægt að samræma fjáröflun hjá félaginu. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa málið og leggja tillögur fyrir fund framkvæmdaráðs sem síðan verði gerð grein fyrir á formannafundi.
5.    Dagskrá aðalfundar 2011. Dagskráin kynnt. Framkvæmdastjóra falið að vinna tillögur að umfjöllun um ár sjálfboðaliðans á fundinum.
6.    Staða í alþjóðastarfi félagsins.  Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri alþjóðasviðs kynntu leiðarvísi fyrir alþjóðastarf deilda og drög að stefnu félagsins í alþjóðastarfi til 2020. Leiðarvísirinn verður sendur til deilda í næstu viku en stefnudrögin munu verða grunnur að stefnu í alþjóðastarfi sem sett verður eftir að aðalfundur hefur afgreitt stefnu félagsins.
7.    Drög að stefnu til 2020. Stefnudrögin kynnt og farið yfir helstu atriði í nýrri stefnu.
8.    Aðalfundir deilda. Stjórnarfólk hvatt til að sækja fundi á sínu svæði.
9.    Verkefni Hveragerðisdeildar. Formaður Hveragerðisdeildar sagði frá starfi deildarinnar.
10.    Önnur mál.
i.    Vin. Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum við Reykjavíkurborg um  málefni Vinjar og kynnti drög að samningi um samvinnu Rauða krossins og Reykjavíkurborgar varðandi gesti Vinjar.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir.
Fundi slitið kl.20:00