Stjórnarfundur 26.11.2010

26.11.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ
Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 26. nóvember 2010 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 6. fundur stjórnar og sá 941. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Ágústa Ósk Aronsdóttir og Gísli Pálsson boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Guðmundur Jóhannsson sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs sat fundinn undir öðrum og þriðja dagskrárlið. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs, Sólveig Ólafsdóttir sviðsstjóri útbreiðslusviðs og Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs sátu fundinn undir öðrum dagskrárlið.

1.    Skipting tekna frá Íslandsspilum 2011-2012. Lagt fram minnisblað. Gert var tímabundið samkomulag milli eigenda Íslandsspila um skiptingu tekna sem gildir til ársloka 2010. Megininntakið er að skiptingin er sett föst þannig að samdráttur í tekjum Íslandsspila bitnar hlutfallslega jafnt á eigendunum þremur. Stjórn samþykkir að veita framkvæmdastjóra heimild til að framlengja samkomulagið um tvö ár, þ.e. árin 2011 og 2012.

2.    Framkvæmdaáætlun 2011. Formaður bauð sviðsstjóra velkomna til fundar.  Framkvæmdastjóri kynnti megináherslur í tillögu að framkvæmdaáætlun næsta árs sem tekur mið af minna fjármagni til ráðstöfunar. Sviðsstjórar fóru yfir helstu áherslur sviða sinna. Umræður urðu um þau verkefni sem unnið er að og svöruðu sviðsstjórar fyrirspurnum stjórnarfólks. Formaður þakkaði sviðsstjórum og öðru starfsfólki fyrir góða vinnu við framkvæmdaáætlun og tók stjórnarfólk undir það. 

3.    Fjárhagsáætlun 2011. Lagt fram minnisblað. Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri fjármálasviðs fóru yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 sem stjórn ræddi. Gert er ráð fyrir 81,5 milljóna króna halla í áætluninni.  Fjármál verða rædd áfram á vinnufundi stjórnar á morgun, þann 27. nóvember.

Esther yfirgaf fund kl. 19:20

4.    Önnur mál.
i.    Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðum áheitum á alþjóðaráðstefnu hreyfingarinnar á næsta ári.

Framkvæmdastjóri yfirgaf fund.

ii.    Formaður greindi frá að samningur við framkvæmdastjóra hefði verið endurnýjaður til fimm ára.  Stjórn fagnaði því sérstaklega.

Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir
Fundi slitið kl. 19:45