Stjórnarfundur 15.10.2010

15.10.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                 FUNDARGERÐ
Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 15. október 2010 í Efstaleiti 9. Þetta var 5. fundur stjórnar og sá 940. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Gísli Pálsson, Ólafía Eyrún Sigurðardóttir og Ágústa Ósk Aronsdóttir boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

Varaformaður setti fund og fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.

1.    Tillögur stjórnar Verkefnasjóðs um úthlutun vegna 2011. Lagt fram minnisblað og formaður Verkefnasjóðs fór yfir málið. Sex deildir og tvö svæði sækja um fjármagn vegna 17 verkefna. Tillögur stjórnar Verkefnasjóðs samþykktar.

Sólveig Reynisdóttir mætti til fundar kl. 16:30

2.    Stjórn Íslandsspila. Samþykkt tillaga framkvæmdaráðs að Sólveig Reynisdóttir taki sæti í stjórn Íslandsspila. Stefán Yngvason verður áfram varamaður.

3.    Einstaklingsaðstoð í desember. Lagt fram minnisblað. Gera má ráð fyrir að óskir um aðstoð í desember verði síst færri nú en síðustu ár. Samþykkt að fara í söfnun þar sem leitað verði styrkja meðal fyrirtækja og það fjármagn sem upp á vantar, allt að 20 milljónum og kostnaður við söfnun, verði tekið úr neyðarsjóði.

Formaður mætti til fundar kl. 16:40

4.    Göngum til góðs. Lagt fram minnisblað. Alls safnaðist rúmlega 21 milljón króna í söfnuninni og þátttaka sjálfboðaliða var góð. Rætt um mikilvægi söfnunarinnar en að jafnframt þyrfti að líta til annarra fjáröflunarleiða fyrir félagið.

5.    Önnur mál.
i.    Rætt um fatasöfnunarverkefni og hugsanlega breytta skiptingu hagnaðar af fatasöfnuninni.
ii.    Rætt um Íslandsspil og fjáröflun. Framkvæmdastjóri fór yfir þróun tekna af söfnunarkössum síðustu ár.
iii.    Formaður sagði frá fundum um stefnuna með deildum og svæðum.
iv.    Málefni sjúkrabílasjóðs rædd.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir