Stjórnarfundur 24.09.2010

24.9.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ
Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 24. september 2010 í húsnæði Hafnarfjarðardeildar. Þetta var 4. fundur stjórnar og sá 939. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Ágústa Ósk Aronsdóttir, Einar Sigurðsson, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Esther Brune, Gísli Pálsson og Halldór Snjólaugsson boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Guðmundur Jóhannsson sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs.

1.    Hælisleitendaverkefni. Áshildur Linnet, framkvæmdastjóri Hafnarfjarðardeildar fór yfir framkvæmd hælisleitendaverkefna sem deildin hefur umsjón með. Helstu verkefnin eru heimsóknarþjónusta, réttindagæsla, félagsstarf og eftirfylgd. Vel gengur að fá sjálfboðaliða í flest verkefnin.  Fram kom í máli Áshildar að fleiri hælisleitendur hafi fengið dvalarleyfi hér á landi s.l. ár en nokkru sinni fyrr. Stjórn fagnaði þessum mikilvægu verkefnum. 

2.    Fjárhagshorfur, sjóðir. Guðmundur Jóhannsson útskýrði tekjusamdrátt sl. ára og spár til framtíðar.  Stjórn samþykkti tillögu framkvæmdastjóra um ramma til að auðvelda vinnu við fjárhagsáætlun félagsins næsta ár.

3.    Göngum til góðs. Guðmundur Jóhannsson greindi frá undirbúningi göngunnar sem fram fer þann 2. október næstkomandi. Dreift var sýnishornum að auglýsingum vegna söfnunarinnar og var lýst yfir ánægju með þær.

Einar Sigurðsson yfirgaf fund kl. 18:00

4.    Stjórn Verkefnasjóðs. Pálín Dögg Helgadóttir fyrrum stjórnarkona gengur úr stjórn Verkefnasjóðs sem og Sigrún C. Halldórsdóttir frá Ísafjarðardeild. Samþykkt að Sigríður Magnúsdóttir stjórnarkona og Helga Einarsdóttir formaður Álftanesdeildar taki sæti í stjórn Verkefnasjóðs í stað Pálínar og Sigrúnar og að Stefán Yngvason formaður Reykjavíkurdeildar verði formaður.

5.    Önnur mál.
i.    Sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs og ritari stjórnar yfirgáfu fund.  Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra rennur út 1. nóvember. Formanni falið að ræða við framkvæmdastjóra um áframhaldandi starf hjá félaginu.

Fundi slitið kl. 18:30
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir