Stjórnarfundur 24.02.2012

1.3.2012

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 24. febrúar 2012 kl. 16:15 í húsnæði Kjósarsýsludeildar, Þverholti 7. Þetta var 9. fundur stjórnar og sá 956. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir,  Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Halldór Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðuðu: Ágústa Ósk Aronsdóttir og Esther Brune. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Gísli Friðriksson, formaður, Erla Traustadóttir framkvæmdastjóri og Zophanías H. Pálsson stjórnarmaður í Kjósarsýsludeild sátu fundinn undir fyrsta dagskrárlið og Guðfinna Bjarnadóttir og Vilhjálmur Kristjánsson ráðgjafar undir öðrum dagskrárlið.

1.    Verkefni Kjósarsýsludeildar.  Formaður og framkvæmdastjóri deildarinnar fóru yfir helstu verkefni hennar. Formaður þakkaði stjórn deildarinnar fyrir móttökurnar.

2.    Skipan nefndar um viðurkenningar á aðalfundi. Lögð fram tillaga að nýrri nefnd um viðurkenningar. Samþykkt að nefndin verði skipuð þannig til næstu þriggja ára: Eyrún Sigurðardóttir, stjórnarkona, sem jafnframt verði formaður, Karen Erla Erlingsdóttir, fyrrverandi stjórnarkona, Gísli Friðriksson, formaður Kjósarsýsludeildar, ásamt einum fulltrúa frá URKÍ.

3.    Dagskrá aðalfundar. Drög að dagskrá aðalfundar 2012 rædd.

Ragna Árnadóttir mætti til fundar.

4.    Starf laganefndar.  Farið yfir drög að nýjum lagatexta. Samþykkt að fela formanni, varaformanni, Rögnu Árnadóttur og framkvæmdastjóra að vinna úr ábendingum sem fram komu á stjórnarfundinum og senda drögin til deilda til umsagnar. Þau verða síðan rædd á formannafundi 24. mars.

5.    Starf stýrihóps: „RKÍ – eitt félag“. Guðfinna Bjarnadóttir og Vilhjálmur Kristjánsson gerðu grein fyrir tillögum stýrihópsins. Tillögurnar eru í þremur liðum: 1) einfaldara skipulag, 2) hallalaus rekstur 2014 – og helst fyrr - og 3) fjölga sjálfboðaliðum í verkefnastýringu og ábyrgðarstöðum.  Stýrihópnum þökkuð góð störf og ákveðið að fella tillögurnar að drögum að nýjum lögum félagsins.

6.    Fundur með níu stærstu deildunum 25. febrúar. Guðfinna og Vilhjálmur munu hitta formenn níu stærstu deilda ásamt stjórn í fyrramálið.

7.    Aðalfundir deilda. Stjórnarmenn ræddu um þá aðalfundi deilda sem þeir hafa sótt undanfarið. Mikilvægt að stjórnarmenn nýti sér þetta tækifæri til umræðu innan félagsins.
Stefán og Ragna yfirgáfu fund kl. 19:00 og Anh-Dao  og Eyrún kl.19:40.

8.    Önnur mál.

i.    Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum varðandi málefni Vinjar.

ii.    Greint frá að engin hreyfing er á viðræðum um rekstur sjúkrabifreiða.

iii.    Framkvæmdastjóri greindi frá að afkomuhorfur félagsins á árinu 2011 eru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir