Stjórnarfundur 27.08.2010

30.8.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ
Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 27. ágúst 2010 í Efstaleiti 9. Þetta var 3. fundur stjórnar og sá 938. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Ágústa Ósk Aronsdóttir, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Gísli Pálsson og Sigríður Magnúsdóttir boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Sjúkraflutningar. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að breytingum á samningi við Sjúkratryggingar Íslands en samningurinn rennur út um áramótin.  Drögin samþykkt.

2.    Fjárhagshorfur, sjóðir. Framkvæmdastjóri kynnti útkomuspá fyrir árið 2010 og fyrstu spá um rekstur árið 2011. Horfur eru á að rekstrarhalli landsskrifstofu/sjúkrabílasjóðs verði að óbreyttu 79 millj. kr. á þessu ári og a.m.k. 110 millj. á því næsta.  Málið verður rætt frekar á vinnufundi stjórnar í nóvember. Framkvæmdastjóra falið að vinna að tillögum til lækkunar kostnaðar og leggja fyrir stjórn.

3.    Styrkbeiðni frá Mannréttindaskrifstofu. Bréf barst frá MRSÍ með beiðni um styrk. Stjórn sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

Jón Þorsteinn yfirgaf fund kl. 18:20

4.    Göngum til góðs. Fjallað um undirbúning Göngum til góðs.

5.    Ráðgjafarhópur innflytjenda. Skipunartími ráðgjafarhóps rennur út í september. Samþykkt að skipunartími hópsins verði framlengdur til loka nóvember þannig að hann geti fjallað um umsóknir sem berast um styrki til innflytjendamála í haust og formanni falið að skipa nýjan einstakling fyrir þann sem ekki gefur kost á sér áfram.

6.    Önnur mál
i.    Vinnufundur stjórnar. Samþykkt að halda vinnufund þann 27. nóvember þar sem rædd verða fjármál félagsins og stefna.
ii.    Styrkir til Virknisetra. Framkvæmdaráð hefur samþykkt styrki til Reykjavíkur-, Kópavogs- og Kjósarsýsludeilda vegna Virknisetra.
iii.    Vinadeildaverkefni.  Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhugaðri úttekt á vinadeildaverkefnum.
iv.    Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna. Greint frá að verkefnið hefur flust frá Garðabæjardeild til Reykjavíkurdeildar.
v.    Samningur milli Rauða krossins og Félags matreiðslumeistara og Hótel- og veitingaskólans. Þessir aðilar munu taka að sér að sjá um að vinna handbók fyrir neyðareldhús.
vi.    Starfsmannabreytingar. Konráð Kristjánsson og Paola Cardenas hafa hætt störfum á landsskrifstofu og Davíð Lynch hefur fengið tímabundið leyfi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæði er í ársleyfi og Silja Ingólfsdóttir leysir hana af á meðan.
vii.    Svæðisfundir í haust.  Lagt fram yfirlit yfir tíma og staðsetningu svæðisfunda í haust. Stjórnarfólk hvatt til að sækja fundina.
viii.    Áheit á Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins 2011. Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum við utanríkisráðuneytið um verklag. Fyrsta umræða verður væntanlega varðandi áheit um samstarf Rauða krossins og ráðuneytisins um íslenskt neyðarteymi og alþjóðleg neyðarlög (IDRL).
ix.    Pakistan. Sýnt myndband og greint frá viðbrögðum Rauða krossins/hálfmánans vegna flóðanna í Pakistan.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:25
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir