Stjórnarfundur 15. maí 2010

26.5.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands miðvikudaginn 15. maí 2010 að loknum aðalfundi á Hilton hóteli. Þetta var 1. fundur stjórnar og sá 936. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Ágústa Ósk Aronsdóttir, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gísli Pálsson, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Sigríður Magnúsdóttir boðaði forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

Formaður bauð tvær nýjar stjórnarkonur, þær Ólafía Eyrúnu Sigurðardóttur og Ágústu Ósk Aronsdóttur velkomnar og stjórnarfólk kynnti sig. Eyrún og Ágústa Ósk þökkuðu traustið.

1.    Stjórn skiptir með sér verkum. Formaður gerði að tillögu sinni að Gunnar Frímannsson yrði áfram varaformaður, Sigríður Magnúsdóttir ritari og Einar Sigurðsson gjaldkeri. Var það samþykkt.  Þá gerði formaður tillögu um að í framkvæmdaráði, auk formanns, sætu þau Gunnar Frímannsson og Sigríður Magnúsdóttir og til vara Einar Sigurðsson. Var það einnig samþykkt.
2.    Önnur mál. Næsti stjórnarfundur verður föstudaginn 4. júní næstkomandi.

Fundi slitið.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir