Stjórnarfundur 12. maí 2010

26.5.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ


Fundur í stjórn Rauða kross Íslands miðvikudaginn 12. maí 2010 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 12. fundur stjórnar og sá 935. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Gísli Pálsson, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Esther Brune, Pálín Dögg Helgadóttir og Sigríður Magnúsdóttir boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Niðurstöður skýrslunnar Hvar þrengir að?  Framkvæmdastjóri fór yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og stjórnarfólk ræddi hvernig félagið gæti brugðist við þeim.
2.    Fjárfestingarstefna. Lagt fram minnisblað um fjárfestingar. Samþykkt að framkvæmdastjóri og sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs vinni málið í samræmi við eftirfarandi: Til þess að hægt sé að fjárfesta í verðbréfasjóðum verða  fjárfestingarfyrirmælin til Auðar Capital þrengd. Fjárfestingar í verðbréfasjóðum geta ekki verið meiri en 50% af eignasafni Rauða krossins. Verðbréfasjóðir hafa almennt ekki heimild til að vera með hærri en 10% hlutfall í lausafé o.þ.a.l. ekki meira en 10% í millibankainnlánum sem öllu jöfnu ætti að leiða til þess að millibankainnlán á eignasafni Rauða krossins færu ekki yfir 5% af eignasafninu. Áfram verður óheimilt að nota millibankainnlán beint í eignasafni Rauða krossins.
3.    Barnaverndarreglur. Málinu var frestað til næsta fundar.
4.    Bréf frá siðanefnd. Siðanefnd hefur sent frá sér álit í máli sem vísað var til hennar af stjórn þann 18. desember 2009. Siðanefnd telur ekki þörf á að endurskoða siðareglur Rauða kross Íslands af þessu tilefni.  Stjórn ákvað að setja upp verklagsreglur fyrir félagið m.a. með hliðsjón af störfum starfsfólks samhliða starfi hjá Rauða krossinum.
5.    Aðalfundur. Framkvæmdastjóri fór yfir undirbúning fundarins sem haldinn verður laugardaginn 15. maí.
6.    Önnur mál.
i.    Georg Habsburg, formaður ungverska Rauða krossins, mætti á fundinn kl. 17:00 og ræddi afleiðingar efnahagskreppunnar á lönd í Evrópu og einnig Ungverjaland sérstaklega.
ii.    Spurt um áframhaldandi rekstur Rauðakrosshússins. Framkvæmdastjóra hefur verið falið að undirbúa að landsfélagið hætti rekstri hússins og ræða við deildir á höfuðborgarsvæðinu um framhald rekstursins.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:45
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir