Stjórnarfundur apríl 2010

3.5.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ
Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 30. apríl 2010 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 11. fundur stjórnar og sá 934. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gísli Pálsson, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Pálín Dögg Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Sólveig Reynisdóttir. Stefán Yngvason boðaði forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Guðmundur Jóhannsson, sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs sat fundinn undir fyrsta dagskrárlið.

1.    Samstæðureikningur ársins 2009. Margrét Flóvenz endurskoðandi fór yfir ársreikning og endurskoðunarskýrslu.  Að loknum umræðum var reikningurinn samþykktur og undirritaður og stjórn þakkaði góða fjármálastjórn.

2.    Gosið í Eyjafjallajökli. Lagt fram minnisblað og framkvæmdastjóri greindi frá  störfum Rauða krossins í tengslum við gosið á Suðurlandi.

3.    Lagabreytingatillögur.  Samþykkt að leggja svohljóðandi  tillögu til breytinga á 3. mgr. 4. gr. laga Rauða kross Íslands fyrir aðalfund félagsins í maí: ”Félagar eru skráðir í eina deild Rauða kross Íslands að eigin vali. Félagar sem hafa greitt árgjald síðasta árs í deildinni fyrir 1. janúar hafa fullan atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi sinnar deildar. Stjórn deildar, eða kjörnefnd þar sem sem hún hefur verið skipuð, getur vikið frá þessu ákvæði ef næg framboð í nýja stjórn hafa ekki borist fyrir aðalfund. Heiðursfélagar og félagar sem eru undanþegnir greiðslu árgjalds hafa fullan rétt á aðalfundi. Félagi getur sagt sig úr Rauða krossi Íslands skriflega hvenær sem er.”

4.    Tillögur kjörnefndar. Formaður kynnti tillögur kjörnefndar vegna stjórnarkjörs á aðalfundi. Samþykkt að leggja tillögurnar fyrir aðalfund félagsins.

5.    Viðurkenningar á aðalfundi. Lögð fram minnisblöð annars vegar frá viðurkenningarnefnd og hins vegar framkvæmdastjóra með tillögum um viðurkenningar á aðalfundi. Samþykkt að veita Önnur Margréti Pétursdóttur, Björk Nóadóttur, Margréti Kristinsdóttur og Þórdísi Sigtryggsdóttur  viðurkenningar fyrir sjálfboðin störf og Kvennadeild Reykjavíkurdeildar, Hafnarfjarðardeild og Rangárvallasýsludeild fyrir verkefni.

6.    Rauðakrosshúsið. Lögð fram skýrsla vinnuhóps um Rauðakrosshúsið. Í skýrslunni eru settir fram fjórir valkostir um rekstur hússins. Eftirfarandi tillaga samþykkt: “Rauði kross Íslands, þ.e. landsfélagið ,hætti rekstri Rauðakrosshússins en stuðli að því að úrræði af þessu tagi verði áfram hjá deildum eða svæðum.” Framkvæmdastjóra falið að vinna að framkvæmd tillögunnar og  leggja fyrir stjórn á næsta fundi hugmyndir að stuðningi við deildir í samræmi við þörf. Samþykkt að veita allt að 30 milljónum úr neyðarsjóði til verkefnisins.

7.    Íslandsspil (aðalfundur). Aðalfundur Íslandsspila verður 11. maí. Samþykkt að fulltrúar á aðalfundi verði stjórnarfólk og starfsfólk. 

8.    Barnaverndarreglur. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarstofu við gerð reglnanna. Tvær deildir og stjórn URKÍ hafa sent inn breytingatillögur. Framkvæmdastjóra falið að vinna reglurnar áfram og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

9.    Göngum til góðs. Lagt fram minnisblað en gengið verður til góðs laugardaginn 2. október í haust. Samþykkt að safna til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis.

10.    Staða á undirbúningi aðalfundar og málefnaþings. Lagt fram minnisblað  um undirbúning fundanna.

Pálín vék af fundi kl. 19:20

11.    Evrópuráðstefna Rauða krossins. Lagt fram minnisblað og framkvæmdastjóri greindi frá helstu niðurstöðum ráðstefnunnar.

12.    Önnur mál.
i.    Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um netspilun. Samþykkt að fela stjórn Íslandsspila að annast samninga um netspilun.
ii.    Formaður býður stjórnarfólki í mat heim til sín 12. maí með formanni ungverska Rauða krossins.
iii.    Formaður sagði frá að Fjölsmiðjan hefði flutt í nýtt og stærra húsnæði Í Kópavogi.
iv.    Fundargerð formannafundar. Fundargerðin var samþykkt.
v.    Kassatekjur, skerðing  vegna peningalegrar eignar. Lagt fram minnisblað um skerðingu tekna deilda með hliðsjón af peningalegri eign þeirra.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:55
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir