Stjórnarfundur mars 2010

27.3.2010

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ
Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 27. mars 2010 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 10. fundur stjórnar og sá 933. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Pálín Dögg Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Gísli Pálsson og Einar Sigurðsson boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Fundargerð síðasta stjórnarfundar. Ekki náðist að ljúka samþykkt fundargerðar eftir síðasta fund og var hún því borin upp til samþykktar nú.  Fundargerðin samþykkt.

2.    Dagskrá aðalfundar 2010. Dagskráin var samþykkt.

3.    Málefnaþing.  Lagt fram minnisblað með dagskrá þingsins sem fram fer 14. maí næstkomandi. Dagskráin samþykkt.

4.    Fjárveiting til verkefna með innflytjendum.  Lagt fram minnisblað um stöðu verkefna sem fengið hafa úthlutun úr innflytjendasjóði og eru enn í gangi. Tillaga ráðgjafarhóps um innflytjendamál varðandi umsókn Borgarnesdeildar samþykkt.

5.    Lagabreytingar. Lagt fram minnisblað um lagabreytingar er varða félagsaðild, kjörgengi og kosningarétt á aðalfundum deilda. Samþykkt að Gunnar Frímannsson og Stefán Yngvason legðu fram tillögu að breyttum texta 3. málsgr. 4. gr. laga félagsins fyrir næsta stjórnarfund.

6.    Rauðakrosshúsið. Framkvæmdastjóri fór yfir vinnu sem fram hefur farið varðandi endurskoðun á starfsemi hússins. Reynslan af rekstri Rauðakrosshússins og annarra úrræða fyrir atvinnuleitendur rædd. Reynslan af rekstri hússins er góð og stjórnarfólk sammála um að halda rekstri hússins áfram en í breyttri mynd. Einnig kom fram að mikilvægt er að ávinningurinn af starfi Rauðakrosshússins skili sér til landsins alls.  Vinnuhópi falið að koma með tillögur að framtíð Rauðakrosshússins fyrir næsta stjórnarfund.

7.    Fjölsmiðja á Suðurnesjum. Lagt fram minnisblað. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

Sólveig yfirgaf fund kl. 18:50

8.    Önnur mál.
i.    Viðbrögð Rauða krossins við eldgosi í Eyjafjallajökli. Framkvæmdastjóri fór yfir vinnu deilda á Suðurlandi sem og á landsskrifstofu um síðustu helgi.
ii.    Framkvæmdastjóri upplýsti að 20. þúsundasti félaginn skráði sig í Rauða krossinn í vikunni.
iii.    Minnisblað um fjölmiðla. Tölur sýna að mun meira er fjallað um innanlandsstarf félagsins en hjálparstarf erlendis.
iv.    Bréf frá Mæðrastyrksnefnd. Bréf barst frá nefndinni varðandi söfnun Rauða krossins fyrir jólin. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.
v.    Formannafundur. Gert er ráð fyrir stjórnarfólki á fundinum.

Pálín yfirgaf fund kl. 19:05