Fundur stjórnar 17. febrúar 2017

17.2.2017

Viðstaddir:  Sveinn Kristinsson, Sigrún Árnadóttir, Ívar Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Hrund Snorradóttir, Margrét Vagnsdóttir, Ragna Árnadóttir, Jónas Sigurðsson, Ragnar Þorvarðarson, Kristín S Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri og Linda Ósk Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Fjarverandi: Oddrún Kristjánsdóttir, Helgi Ívarsson og Halldór Valdimarsson.

Dagskrá  

1.       Fundargerð framkvæmdaráðsfundar  03.02.2017

Fundargerð samþykkt.

2.       Fundargerð stjórnarfundar  20.01.2017  

Fundargerð samþykkt.

3.       Sjúkrabílamál

Fyrirhugaður er fundur með Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra í byrjun næsta mánaðar varðandi málefni sjúkrabíla.

4.       Grænlandsferð

Framkvæmdastjóri sagði frá ferð sinni til  Grænlands. Tilgangur ferðar var að hitta stýrihóp á vegum Rauða krossins þar í landi og aðstoða félagið við að koma af stað þarfagreiningu ,,Hvar þrengir að, Stofnuð hefur verið deild á austurströnd Grænlands í Tasiilaq. Gott samstarf  er  á milli Rauða krossins á Íslandi og Rauða krossins á Grænlandi.

5.       Sjálfboðaliðaþing 6. maí 2017

Búið er að senda tilkynningu til allra virkra sjálfboðaliða félagsins varðandi þingið og þeir beðnir að koma með tillögur að dagskrá. Stjórnarmenn beðnir að koma með tillögur að dagskrá og senda til framkvæmdastjóra.

6.       Samningur við Færeyska Rauða krossinn

Undirritaður var samstarfssamningur við Rauða krossinn i Færeyjum varðandi aðstoð félagsins í verkefnum neyðarvarna og fjöldahjálpar. Sviðsstjóri Neyðarvarnasviðs fer til Færeyja fljótlega til að  undirbúa þá vinnu. Þá hefur Rauði krossinn í Færeyjum áhuga á að efla sölu á notuðum fatnaði og hefur óskað eftir leiðsögn frá félaginu varðandi útflutning og sölu á notuðum textíl.

7.       Verkefnasjóður

Innsent bréf frá Rauða krossinum í Reykjavík tekið fyrir til umfjöllunar hjá stjórn.

Stjórn Verkefnasjóðs felur stjórn málið til skoðunar. Umræður um málið.

Stjórn samþykkti að láta það fjármagn sem eftir var í sjóðnum að vera óhreyft til næstu úthlutunar.

8.       Skýrsla framkvæmdastjóra

a)      Framkvæmdastjóri kynnti bækling varðandi erfðagjafir.

b)      Fyrirhugað er að funda með ráðherrum á næstunni, þeim sem tengjast helstu verkefnum félagsins. Búið að festa fundi með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra og Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra.

c)       Rætt um stöðu svæðisfulltrúa á Suðurlandi og Suðurnesjum en engar ákvarðanir teknar.

9.       Önnur mál

1)      Innsent bréf til stjórnar frá Rauða krossinum í Skagafirði tekið fyrir til kynningar og umræðu. Framkvæmdastjóri mun svara deildinni.

2)      Núgildandi reglur varðandi einstaklingsaðstoð frá árinu 2011 lagðar fram til endurskoðunar, umræður varðandi tillögur að breytingum. Samþykkt að endurskoða reglur, yfirfara ábendingar og klára málið á næsta fundi stjórnar.

3)      Innsent bréf til stjórnar frá Ívari Kristinssyni stjórnarmanni í  Rauða krossinum í Kópavogi þar sem spurt var um verktakagreiðslur félagsins. Framkvæmdastjóri lagði fram lista með upplýsingum um þessar greiðslur.

4)      Framkvæmdastjóri greindi frá samskiptum og samtölum við formann  Rauða krossins á Suðurnesjum.

-Framkvæmdastjóri og ritari fundar viku af fundi undir þessum lið hér að neðan.

5)

Starfsmannasamtal við framkvæmdastjóra. Formaður greindi frá starfsmannasamtali sem hann og varaformaður áttu við framkvæmdastjóra, en kveðið er á um að í ráðningarsamningi að slíkt samtal skuli fram fara einu sinni á ári. Formaður gerði grein fyrir tillögum sínum að viðaukasamningi við framkvæmdastjóra sem byggðust á 5. grein ráðningarsamnings. Var honum ásamt varaformanni falið að gera umræddan viðaukasamning við framkvæmdastjóra og kynna hann í stjórn.

 

Fundi slitið kl. 18.15/ LÓS