Fundargerð stjórnar 4. nóvember 2016

4.11.2016

Mætt: Sveinn Kristinsson, Hrund Snorradóttir, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir,
Helgi Ívarsson, Halldór Valdimarsson, Jónas Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Ívar Kristinsson og
Ragnar Þorvarðarson auk Kristínar S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra. SigrúnuÁrnadóttir,
Þóra Björk Nikulásdóttir og Sveinn Þorsteinsson boðuðu forföll.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir var ritari fundar
Fundurinn hófst kl. 14.40.
Formaður bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.
Dagskrá:

1. Fundagerð framkvæmdaráðs frá 30.september 2016
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi frá 21.október
Föðurnafn Hrundar hefur misritast og er það leiðrétt. Fundargerð samþykkt..

3. Fjárhagsáætlun
Arna Harðardóttir fjármálastjóri kom inn á fundinn og fór yfir helstu kennitölur í drögum
að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

4. 9. mánaða uppgjör
Arna Harðardóttir fór yfir 9 . mánaðar uppgjör.Þar kom fram að reksturinn hefur batnað
þannig að tekjur umfram gjöld eru 12 milljónir. Munar þar mestu um að fjármagnstekjur
hafa aukist

5. Sjúkrabílamál
Arna Harðardóttir fór yfir sjúkrabílamál. Þar kom fram að ekki er enn búið að skrifa undir
samning þann sem stjórn RKI samþykkti í haust. Skyndilega komu fram hugmyndir frá
samningsaðila RK um gjörbreytingu á þessu samstarfi sem fælu í sér að ríkið eignist
sjúkrabílaflotann en RK reki útgerðina. Stjórnin álítur að ef til breytinga á núverandi
fyrirkomulagi kæmi þyrftu hugmyndir um það að eiga sér miklu lengri aðdraganda og
vera ræddar í RK á landsvísu.

6. Kötlugos- undirbúningur
Frestað til næsta fundar

7. Hælisleitendur –staðan
Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri mætti inn á fundinn og fór yfir stöðuna eins og hún er
núna. Hann greindi frá því að vaxandi álag væri á öllum þeim aðilum sem sinntu þessum
málaflokki og kerfin væru mjög þanin.
8. Fundir í Monakó og Helsinki
SK og ksh greindu frá tveim fundum sem þau sátu fyrir hönd RKI í Helsinki og Monakó
Í Helsinki var haldinn árlegur fundur RK félaga á Norðurlöndum. En í Monakó árlegur
fundur RK félaga í Evrópu í löndum þar sem íbúar eru undir einni milljón.
Á fundunum var rætt um sameinginleg verkenfi og mikilvægi samvinnu og samstöðu
þessara landsfélaga.
9. Formannafundur 4.-5. nóvember
Rætt var um fund sem hófst síðar þennan dag.
10. Endurskoðun á lögum félagsins
Var rætt um heppilega tilhögun á vinnu við endurskoðun á lögum félagsins. Málið verður
tekið upp síðar
11. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu verkefni landsskrifstofunnar.
Stjórn Íslandsspila fór til Helsinki á dögunum og kynnti sér meðal annars netspilun og rekstur
systurfyrirtækja í Finnlandi. Launaviðtöl við starfsmenn eru í undirbúningi. Síðustu dagar hafa
farið í að bregðast við skýrslu Rauða krossins í Reykjavik „ Fólkið í skugganum“ og hefur hún verið
tekið af heimasíðu félagsins og þarfnast yfirferðar og endurritunar.
12. Önnur mál
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl.16.10 KSH