Fundargerð stjórnar 30. september 2016

Fundargerð 30. september

30.9.2016

 

Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Halldór Valdimarsson, Hrund Snorradóttir, Helgi Ívarsson, Oddrún Kristjánsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Ragnar Þorvarðarson, Jónas Sigurðsson. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri og Linda Ósk Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð. Fjarverandi voru Sigrún Árnadóttir, Ívar Kristinsson, Margrét Vagnsdóttir, Ragna Árnadóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár. Breyting á dagskrá samþykkt.

 

1.       Fundagerð stjórnarfundar 19. ágúst 2016

Samþykkt.

 

1.       Fundargerð framkvæmdaráðs 23. september 2016

Samþykkt.

Arna Harðardóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

Jónas Sigurðsson og Ragnar Þorvarðarson mæta á fundinn.

 

2.       Verkefnasjóður, umsóknir

Stefán Yngvason, formaður stjórnar Verkefnasjóðs og Guðný H. Björnsdóttir sviðsstjóri deildasviðs mæta á fundinn kl. 16.40. Stefán fór yfir vinnu stjórnar og lagði fram yfirlit varðandi tillögur að úthlutun.  Stjórn samþykkti tillögur stjórnar.

 

3.       Endurskoðun á lögum félagsins

       Umræður um endurskoðun laga og hvort stofna ætti vinnuhóp sem mun starfa með stjórn laganefndar. Samþykkt að skoða málið.

 

4.       Íslandsspil, tilnefning í stjórn

Formaður ber fram tillögu að fulltrúa í stjórn Íslandspila og leggur til að gjaldkeri félagsins, Hrund Snorradóttir taki þar sæti. Samþykkt af stjórn. Fráfarandi fulltrúa Sólveigu Reynisdóttur þökkuð mikið og góð störf.

 

5.       Verkefnasjóður, tilnefningar i stjórn

Formaður bar fram tillögu að óbreyttri stjórn. Formaður stjórnar Verkefnasjóðs, Stefán Yngvason, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Haukur Valsson og Hlíf Hrólfsdóttir, tímabundið) í  stað Guðnýjar Bergvinsdóttur (

 

6.       Sex  mánaða uppgjör.

Arna Harðardóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs lagði fram skjöl til kynningar. Tilflutningur á tekjum milli liða. Fjármunatekjur lækka töluvert en greina má smá breytingu til batnaðar.  Afkoma fataverkefnis er lægri en á sama tíma og í fyrra, helsta skýring er lækkun á fjármunatekjum.  Fjármálastjóri fór yfir mælikvarða sem notaðir voru til að meta árangur í starfi.

 

 

7.       Sjúkrabílasjóður.

Arna Harðardóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti breytingar á nýjum samningi og helstu óvissuþætti í rekstri s.s. gengi krónurnar, fjölda flutninga og olíuverð. Framkvæmdastjóra veitt heimild að skrifa undir nýjan samning.

 

b) Til kynningar og umræðu. Arna fór yfir tekjur, tekjuskiptingu og hvernig tekjur skiptast niður samkvæmt samþykktum aðalfundar félagsins.  Umræður um tekjuskiptingu félagsins.

 

8.       Formannafundur 4.-5 nóvember

Undirbúningur gengur vel og er góð skráning frá deildum.

 

9.       Kynningarvika 2016

Hófst 26. september og lýkur um helgina. Ný myndbönd frumsýnd, Hjálpin fór í dreifingu með Fréttablaðinu og deildir víða um land voru með viðburði.

 

10.   Skýrsla framkvæmdastjóra - verkefni.

Erfðarmál, myndbönd sem sýnd voru á aðalfundi til umræðu og hvert framhaldið er á því verkefni.

 

Laugardaginn 8. október verður vinnufundur með starfsmönnum Íslandsbanka. Verkefnið kallast Hjálparhönd.

 

Umræður og kynning varðandi húsnæðismál félagsins, fjáröflunarleiðir, ávöxtunarleiðir og starfsmannamál.

 

Framkvæmdastjóri, formaður og sviðsstjóri deildasviðs hafa heimsótt deildir um víðs vegar um landið síðustu mánuði.

 

Umræður um Fatasöfnun Rauða krossins.

 

Umræður um verklag, sýnileika og upplýsingar innan og utan félags.

 

11.   Önnur mál

a)      Beiðni frá Skagafjarðardeild varðandi viðgerðir á húsnæði sínu. Stjórn samþykkti beiðni deildarinnar.

 

Fundi slitið kl. 18.05