Fundargerð stjórnar 29. september 2017

29.9.2017

Fundargerð 29. september 2017

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á ÍslandiFundurinn er númer 13 hjá núverandi stjórn og númer 1013 frá upphafi.
Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Sveinn Þorsteinsson, Hrund Snorradóttir,
Oddrún Kristjánsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Jónas Sigurðsson, Halldór Valdimarsson, Þóra
Björk Nikulásdóttir, Ragnar Þorvarðarson og Ívar Kristinsson. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,
framkvæmdastjóri, var í síma og Guðný H. Björnsdóttir ritaði fundargerð. Ragna Árnadóttir
boðaði forföll.
Gengið til dagskrár kl. 16.00.
Formaður setti fund og bauð stjórnarfólk velkomið.
1. Fundargerð stjórnarfundar frá 18. ágúst
Samþykkt.
2. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 22. september
Samþykkt með einni athugasemd: Breyta kosningadagur í kjördagur.
3. Sjúkrabílamál
Formaður fór yfir uppkast af bréfi sem senda á til velferðarráðuneytisins. Uppkastið
samþykkt með lítilsháttar breytingum, lagt til að stíla bréfið til ráðherra en ekki til
ráðuneytisins. Einnig var lagt til að afrit verði sent til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Rauði
krossinn mun fá óháðan aðila til að meta eign okkar í sjúkrabílunum.
Ragnar mætti á fundinn kl. 16.14.
4. Verkefnasjóður
Stefán Yngvarsson, formaður stjórnar Verkefnasjóðs, mætti til fundar og fór yfir afgreiðslu
stjórnarinnar á umsóknum vegna ársins 2018. Ragnar benti á ranglætið sem felst í hömlum
þeim sem 25% þakið leggur á deildir og neikvæð áhrif sem það hefur á þörf og góð verkefni
deilda. Stjórn samþykkti afgreiðslu stjórnar Verkefnasjóðs.
5. Kosning á Alþjóðafundi hreyfingarinnar í Tyrklandi
Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs, fór yfir úttekt sem hann og
sviðið vann fyrir stjórn á umsækjendum. Í raun er málið þríþætt.
Kjör til forseta, þar er um að ræða fjóra frambjóðendur.
Kjör til varaforseta.
Kjör í stjórn.
Ljóst er að þetta verður ekki auðveld ákvörðun, það eru margir góðir umsækjendur.
Málinu frestað til næsta fundar stjórnar.
6. Laganefnd
Sveinn og Guðný fóru yfir stöðu mála á vinnu laganefndar um endurskoðun á lögunum.
Fyrir dyrum liggur að heimsækja allar deildir Rauða krossins og kynna tillögurnar fyrir þeim.
7. Formannafundur
Guðný fór yfir drög að dagskrá Formannafundar sem haldinn verður að Ásbrú 27. og 28.
október. Stjórn samþykkti drögin.
8. Íslandsspil
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi mikla fjölmiðlaumræðu sem fór í gang í
kjölfar könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir framleiðendur á nýjum kössum sem
Íslandsspil áætla að festa kaup á. Kristín fékk framkvæmdastjóra Íslandsspila til að kynna
fyrirtækið fyrir starfsmönnum og aðkomu okkar að Íslandsspilum.
9. Sex mánaða uppgjör
Hrund Snorradóttir fór yfir uppgjör fyrstu sex mánuði ársins 2017.
10. Önnur mál
a. Sigrún Árnadóttir lagði til að einhver stjórnarmaður færi með á aðalfund hreyfingarinnar
í Tyrklandi. Verður skoðað.
b. Næsti fundur verður 27. október.
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00.