Fundargerð stjórnar 28. apríl og 4. maí 2017

4.5.2017

Viðstödd: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Hrund Snorradóttir, Margrét
Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Ívar Kristinsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Jónas
Sigurðsson og Halldór Valdimarsson í síma. Sigrún Árnadóttir og Ragna Árnadóttir boðuðu
forföll. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri, og Dögg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri,
sem rituðu saman fundargerð.
Gengið til dagskrár kl. 11.47.
Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.
1. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 22. apríl

Lögð fram
2. Fundargerð stjórnarfundar frá 18. mars
Samþykkt.
Gísli mætti á fundinn kl. 12.05.
3. Ársuppgjör 2015
Fulltrúar frá Grant Thornton, endurskoðendurnir Agnar Páll Ingólfsson og Halldór
Óli Úlriksson, ásamt Örnu Harðardóttur fjármálastjóra Rauða krossins, komu á
fundinn og kynntu endurskoðun ársreikninga Rauða krossins, þ.e. fyrir Fatasöfnun,
Sjúkrabílasjóð, landsskrifstofu og samstæðureikning. Ársreikningar Fatasöfnunar
og Sjúkrabílasjóðs voru tilbúnir til samþykktar, en drög voru kynnt að ársreikningi
landsskrifstofu og samstæðureikningi.
Stjórn samþykkti ársreikninga Fatasöfnunar og Sjúkrabílasjóðs og skrifaði undir þá.
Gert er ráð fyrir að drög að ársreikningi landsskrifstofu og samstæðureikningi verði
tilbúin til samþykktar á næstu dögum. Stjórn fundar á framhaldsfundi 4. maí til að
samþykkja þessa tvo reikninga.
Stjórn fól framkvæmdastjóra og fjármálastjóra að kanna að setja upp sameiginlegan
sjóð allra deilda til að geyma tekjur þeirra og kynna möguleika til þess.
Fulltrúar Grant Thorton viku af fundi kl. 13.30.
4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2016
Fjármálastjóri, Arna Harðardóttir, kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið
2016 og lagði fram til samþykktar. Stjórn samþykkti endurskoðaða áætlunina.
Arna vék af fundi kl. 13.40.
5. Endurskoðun stefnu 2020Formaður kynnti tillögu að endurskoðun stefnu 2020 og lagði fram til samþykktar.
Stjórn samþykkti tillögurnar og verða þær kynntar á aðalfundi félagsins í maí til
samþykktar þar af aðalfundarfulltrúum.
6. Undirbúningur fyrir aðalfund 2016
Framkvæmdastjóri fór yfir undirbúninginn og helstu atriðin sem eru í deiglunni fyrir
fundinn. Tillögur um fjórar málstofur á aðalfundinum voru lagðar fram:
 Framtíðarsýn Rauða krossins – erum við að mæta þörfum samfélagsins?
 Alþjóðastarf á tímum einangrunarhyggju? Þátttaka deilda í alþjóðastarfi
 Málsvarastarf og fordómar–Hvaða merkingu hafa grundvallarhugsjónir Rauða
krossins?
 Hjálparstarf í borgarasamfélagi
Samþykkti stjórn ofangreindar tillögur.
7. Tillögur um lagabreytingar
Framkvæmdastjóri fór yfir þær tillögur um lagabreytingar sem borist hafa og
stjórnin ræddi þær. Framkvæmdastjóra var falið að skoða betur tillögu
Kópavogsdeildar varðandi verklagsreglur kjörnefndar.
Dögg vék af fundi kl. 14.00.
8. Önnur mál
a. Minnisblað vegna undirbúningsfundar Rauða kross hreyfingarinnar fyrir World
Humanitarian Summit sem haldinn var fyrr í apríl og World Humanitarian
Summit sem stjórnvöld sækja í maí. Stjórnin kynnir sér minnisblaðið og fer betur
yfir málið á fundi sínum 4. maí.
b. Helgi greindi frá því að nefnd, skipuð honum, Oddrúnu og Ívari varðandi
viðurkenningar á aðalfundinum hafi fundað. Nefndin hafi ályktað að það sé ekki
á valdi hennar að ákvarða tilnefningu til heiðursmerkis Rauða krossins. Nefndin
geti því ekki tekið afstöðu til tillögu Vestmannaeyjadeildar. Einnig hefur borist
tilnefning um viðurkenningu einstaklings frá Eyjafjarðardeild og mælir nefndin
með að veita þá viðurkenningu.
c. Gísli greindi frá því að hann hafi fengið athugsemdir vegna aðalfundar
Mosfellsbæjardeildar og að fundurinn hafi mögulega verið ólöglegur. Skýrsla
stjórnar hafi ekki verið tilbúin fyrir fundinn og fleira í þeim dúr. Nýr
stjórnarmaður sé að hætta í stjórn. Þá hafi ársreikningar hvorki verið undirritaðir
né legið frammi á fundinum. Gísli fór fram á að málið yrði kannað og hvatti til
að fylgst væri vel með starfsemi deildarinnar. Stjórnin ákvað að fá fundargerð
aðalfundar deildarinnar fyrir fund sinn 4. maí og fara betur yfir málið.
Stjórn ákvað kl. 14.32 að fresta fundinum til 4. maí kl. 12.00.
Fleira var ekki gert.

Framhaldsfundur stjórnar 4. maí kl. 12.00
Mætt: Sveinn Kristinsson, Ívar Kristinsson, Oddrún Kristjánsdóttir, Helgi Ívarsson, Gísli
Friðriksson, Jónas Sigurðsson og í síma Sigrún Árnadóttir, Margrét Vagnsdóttir, Ragna
Árnadóttir, Hrund Snorradóttir og Halldór Valdimarsson. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,
framkvæmdastjóri, og Dögg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri, sem ritaði fundargerð.
Gengið til dagskrár kl. 12.08.
Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.
1. Ársreikningur landsskrifstofu 2015
Fulltrúar frá Grant Thornton, endurskoðendurnir Agnar Páll Ingólfsson og Theodór S.
Sigurbergsson, ásamt Örnu Harðardóttur fjármálastjóra Rauða krossins, komu á fundinn og
lögðu fram endurskoðaðan ársreikning landsskrifstofu 2015 til staðfestingar. Stjórn
samþykkti ársreikninginn og skrifaði undir hann.
2. Samstæðureikningur Rauða krossins fyrir 2015
Fulltrúarnir frá Grant Thornton lögðu fram samstæðureikninginn til staðfestingar af
stjórn. Hún samþykkti reikninginn og skrifaði undir hann.
Agnar, Theodór og Arna viku af fundi kl. 12.16.
3. Tillögur að lagabreytingu
a. Tillögur laganefndar

Tillögurnar verða sendar aðalfundarfulltrúum fyrir aðalfundinn 21. maí.
b. Tillögur stjórnar
Formaður fór yfir tillögur stjórnar og stjórnin ræddi þær.
Ragna hringdi inn á fundinn kl. 12.40.Tillaga um breytingu á 7. gr. samþykktar með ósk um að „youtube“ yrði tekið
út og „með rafrænum hætti“ sett í staðinn.
Tillaga um breytingu á 13. gr. Samþykkt af 9 stjórnarmönnum, einn sat hjá,
einn var á móti.
Ragna vék af fundi kl. 13.00.
Hrund yfirgaf fundinn kl. 13.10.
Breytingar á 21. grein laga RKÍ voru ræddar.
21. gr., tl. b verði þannig:
Á aðalfundi skal kjósa formann sérstaklega. Deildarstjórn velur varaformann,
ritara og gjaldkera.
Formaður, varaformaður og skoðunarmaður geta ekki jafnframt gegnt stöðu
gjaldkera. Gjaldkeri má
ekki vera maki eða tengdur formanni, varaformanni eða skoðunarmanni nánum
böndum.Tillögurnar verða lagðar fyrir aðalfund félagsins 21. maí.c. Tillögur URKÍ
Formaður greindi frá tillögu URKÍ: Í 26. gr. 5 lið laga Rauða krossins á
Íslandi falli eftirfarandi setningarnar út: „ Viðkomandi deildir bera allan
kostnað af þátttöku fulltrúa sinna á ungmennaþingum. Verður hún lögð fram á
aðalfundi félagsins í maí.
4. Stefnuskjal um alþjóðastarf og flóttamannamál 2016-2020
Stefnuskjal um alþjóðastarf og flóttamannamál frá Atla V. Thorstensen, sviðsstjóra
hjálpar- og mannúðarsviðs, var lagt fram af formanni og stjórn samþykkti skjalið.
5. Tillögur vegna 1000. stjórnarfundar
Formaður fór yfir tillögur sem lágu fyrir fundinum.
a. Styðja þá sem fá stöðu flóttamanns eftir hælismeðferð.
b. Styrkja Hjálparsímann 1717
c. Byggja nýja fatasöfnunarstöð með lagerrými
Stjórn ákvað að skoða málið betur með tilliti til fjármagns.
6. Önnur mál
a. Tillaga um breytingu á árgjaldi félagsins
Formaður fór yfir tillöguna, en gert er ráð fyrir að árgjaldið fyrir 2017 verði 3100
krónur og 3500 krónur fyrir árið 2018. Var samþykkt að leggja tillöguna fyrir
aðalfund.
b. Kjörnefnd
Formaður sagði að gerð væri tillaga um að í verklagsreglum kjörnefndar komi
fram að hún yfirfari kjörbréf á aðalfundi.
c. Aðalfundur MosfellsbæjardeildarJón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarnarsviðs, kom inn á fundinn kl.
13.27 og greindi frá aðalfundi Mosfellsbæjardeildar þar sem hann var
fundarstjóri, en athugasemdir höfðu borist vegna fundarins. Stjórn gerir ekki
athugsemdir við fundinn þar sem deildin hefur staðið skil á öllum gögnum.
Jón Brynjar vék af fundi kl. 13.33.d. Tillaga frá Kópavogsdeild varðandi verklagsreglur kjörnefndar
Ívar fór yfir tillögu um verklagsreglur kjörnefndar. Stjórn ræddi tillöguna. .
Stjórn samþykkti að bæta við klausu b-liðar hér að ofan eða „að kjörnefnd
yfirfari kjörbréf á aðalfundi“.við tillöguna og verður hún þannig lögð fyrir
aðalfundinn 21. maí.
Fleira var ekki gert , fundi slitið kl. 13.41.