Fundargerð stjórnar 27. október 2017

27.10.2017

Fundargerð 27. október 2017

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi
Fundurinn er númer 14 hjá núverandi stjórn og númer 1014 frá upphafi.
Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Sveinn Þorsteinsson, Hrund Snorradóttir,
Sigrún Árnadóttir, Margrét Vagnsdóttir, Halldór Valdimarsson og Ívar Kristinsson. Kristín S.
Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri, Arna Harðardóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Dögg
Guðmundsdóttir ritaði fundargerð. Oddrún Kristjánsdóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir, Ragna
Árnadóttir, Ragnar Þorvarðarson og Jónas Sigurðsson boðuðu forföll.
Gengið til dagskrár kl. 15.10.
Formaður setti fund og bauð stjórnarfólk velkomið.
1. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 19. október
Samþykkt.
2. Fundargerð stjórnarfundar frá 29. september
Samþykkt.
3. Úttekt á fjármunum Rauða krossins
Arna greindi frá úttektinni og helstu niðurstöðum. Ábendingar komu fram um að félagið sé
of háð fáum tekjustofnum og meta þyrfti stærð varasjóðsins og fjárfestingastefnu. Bent er á
að miklir fjármundir séu bundnir í fasteignum. Formaður lagði til að stjórnin fari yfir málið
og hvort boða ætti til vinnudags í því skyni á nýju ári. Helstu niðurstöðurnar verða kynntar á
formannafundi.
4. Sjúkrabílamál
Arna greindi frá stöðu mála. Ráðherra var sent bréf og í svarbréfi ráðuneytis var ekki tekið
undir sjónarmið Rauða krossins og hefur ráðuneytið ekki breytt afstöðu sinni. Ráðuneytið
lagði til að ríkisendurskoðun færi yfir málið og telur stjórn það ekki heppilega leið. Stjórn
fól framkvæmda- og fjármálastjóra að undirbúa svar og bera undir stjórn áður en það yrði
sent út.
5. Talsmannaþjónustan
Framkvæmdastjóri greindi frá umsókn umsókn Rauða krossins um þjónustu við
hælisleitendur. Rauði krossinn er eini umsækjandinn og eru samningar við ríkið á næsta
leiti.
6. Formannafundur
Framkvæmdastjóri greindi frá því að dagskrá fundarins hefði breyst örlítið frá áður útsendri
dagskrá.
7. Kosningar í Tyrklandi á aðalfundi hreyfingarinnar
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir framboðin og lögðu fram minnisblað með tillögum
um kosningar. Stjórn samþykkti tillögurnar.
8. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri greindi frá skýrslu vinnuhóps um fataverkefni Rauða krossins. Farið
verður yfir hana á formannafundi. Deildir hafa verið heimsóttar undanfarnar vikur og
tillögur að lagabreytingum kynntar. Söfnun er hafin vegna flótta Rohingya-fólks frá
Myanmar til Bangladesh – 5 sendifulltrúar frá Rauða krossinum eru á staðnum.
Framkvæmdastjóri hefur fundað með Eyjafjarðardeild vegna reksturs deildarinnar. Tillaga
framkvæmdaráðs er að sett verði á laggirnar þriggja manna starfshópur til að fara yfir
málið. Lagt er til að Hrund, Ívar og Oddrún skipi hópinn og var það samþykkt. Verkefni
hans er að skoða rekstur og fjárfestingar síðustu ára, ákvarðanatökur, heimildir og
samskipti við landsskrifstofu og stjórn Rauða krossins.
10. Önnur mál
a. Lagt var til að stjórn fengi kynningu á skipuriti landsskrifstofu og mun
framkvæmdastjóri kynna það á næsta fundi.
b. Arna fór yfir helstu tölur í 9 mánaða uppgjöri félagsins
c. Næstu fundir verða 24. nóvember og 15. desember.
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16.40.