Fundargerð stjórnar 20. janúar 2017

20.1.2017

Viðstödd:  Sveinn Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson, Hrund Snorradóttir, Sigrún Árnadóttir, Helgi Ívarsson, Halldór Valdimarsson, Ragna Árnadóttir, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Ívar Kristinsson, Þóra Björk Nikulásdóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri.

Fjarverandi: Jónas Sigurðsson.

Formaður setti fundinn og bauð alla viðstadda velkomna til fundar og bað Kristínu framkvæmdastjóra að skrifa fundargerð. Gengið til dagskrár.

Dagskrá  

1. Fundargerð framkvæmdaráðsfundar

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Fundargerð stjórnarfundar  16.12.2016
Athugsemd kom fram að breyta þurfi orðalagi i þessa veru  : “ þar til ný ríkisstjórn kemur saman“.

Fundargerð samþykkt með þessari breytingu.

3. Sjúkrabílamál

Farið yfir málið og ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri  næðu fundi með heilbrigðisráðherra til að kynna honum stöðu málsins.

4.  Samstarf við Færeyjar og Grænland

Formaður reifaði hugmyndir að samstarfi milli Rauða krossins á Íslandi og Rauða krossins í Færeyjum. Megin inntak þess samstarfs yrði á sviði neyðavarna og almannavarna. Eftir umræður í stjórn gerði formaður tillögu um að samstarfssamningur milli landsfélaganna yrði undirritaður i lok mánaðarins. Samþykkt.

Framkvæmdastjóri sagði frá því að vinna við greiningu í anda „ Hvar þrengir að?“ væri að hefjast i Grænlandi.  Starfsmaður Rauða krossins fer eftir nokkra daga til Nuuk til funda við grænlenska landsfélagið. Í febrúar fara formaður og framkvæmdastjóri til Grænlands til að fylgja málum eftir og funda með Rauða kross fólki og fulltrúum stjórnvalda.

5.       Sjálfboðaliðaþing 6. maí 2017

Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi sjálfboðaliðaþings sem halda á laugardaginn 6. maí. næstkomandi. Kallað verður eftir hugmyndum frá deildum um nánari dagskrá.

6.       Koma flóttafólks

Framkvæmdastjóri fór undirbúning komu flóttafólks til Hveragerðis, Selfoss og Reykjavíkur. Samningar náðust seint við Velferðarráðuneytið og tafðist því undirbúningur. Allt verður þó tilbúið við komu fólksins. Upp kom gagnrýni þess efnis að samningsdrög hefðu ekki verið send stjórn til kynningar og afgreiðslu.

7.       Íbúðir fyrir krabbameinssjúklinga

Framkvæmdastjóri greindi frá því að nú væri komið að viðhaldi íbúða sem félagið ætti með Krabbameinsfélagi Íslands. Taka þyrfti ákvörðun um hvort félagið hygðist eiga íbúðirnar áfram eða selja þær. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir stjórn

8.       Vinnuhópar  vegna endurskoðun laga RKÍ

Haft var samband við laganefnd félagsins. Formaður gerði að tillögu sinni að varaformaður og framkvæmdastjóri  ynnu áfram að málinu gerðu stjórn grein fyrir stöðunni á næsta fundi.

9.       Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnti launagreiningu  og greindi frá því  að  hún hefði átt launasamtöl við alla starfsmenn landsskrifstofu. Fór yfir helstu verkefni milli funda.

10.   Önnur mál

Ekkert tekið fyrir.

Fundi slitið kl 18.25 / ksh