Fundargerð stjórnar 18. nóvember 2016

18.11.2016

Viðstaddir: Halldór Valdimarsson, Helgi Ívarsson, Hrund Snorradóttir, Ívar Kristinsson, Jónas Sigurðsson, Oddrún Kristjánsdóttir, Ragna Árnadóttir, Ragnar Þorvarðarson, Sigrún Árnadóttir, Sveinn Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson (í síma), Þóra Björk Nikulásdóttir, Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri og Nína Helgadóttir sem ritaði fundargerð. Fjarverandi:  Margrét Vagnsdóttir.

 

Dagskrá

1.       Fundargerð framkvæmdaráðs 11. nóvember 2016.
Lögð fram.

2.       Fundargerð stjórnarfundar 4. nóvember 2016.
Undir lið um önnur mál komi : Formaður kynnti svarbréf við bréfi RK í Kópavogi. Stjórn samþykkir tillögur formanns að bréfi.

3.       Framkvæmdaáætlun fyrir 2017 - kynning sviðsstjóra landsskrifstofu
Sjá kynningarglærur inn á Coredata.

Hjálpar- og mannúðarsvið
Atli Viðar Thorstensen

Þrjú áhersluatrið er varða fjárhagsáætlun.

·         Aðstoð við fólk á flótta

o   Líbanon, heilsugæsla á hjólum.

o   Palestína, áfallahjálp með áherslu á börn.

o   Úganda, aðstoð við flóttafólk frá Súdan.

o   Hvíta-Rússland, mansal, aðstoð við flóttafólk.

o   Aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi.

·         Heilbrigði og félagslegt öryggi

o   Afganistan, endurhæfing fatlaðra.

o   Hvíta-Rússland, aðstoð við geðfatlaða.

·         Uppbygging landsfélaga

o   Afrísk landsfélög, aðstoð við þróun upplýsingatækni.

o   Armenía og Georgía, uppbygging neyðarvarna.

o   Líbanon, uppbygging og styrking fjármálainnviða.

 Af svo kölluðum „gleymdum svæðum“ styður RKÍ starf í Afganistan, Hvíta-Rússlandi og Sómalíu

  Samskiptasvið
  Hildur Björk Hilmarsdóttir

·         Fjáröflun verður sett í forgang

o   Einfaldar fjáraflanir, ekki mannfrekar sem gefa góðar tekjur.

o   Mannvinaverkefnið nær til 10 þúsund manna.

o   Fyrirtækjasamstarf 2017

§  Öflun bakhjarla.

§  Styrkja verkferla.

§  „Hjálparhönd„  samvinnuverkefni við Íslandsbanka 

§ Jólahefti (tekjur um 10 milljónir), arfur, rafrænar safnanir.

Kynning á verkefnum félagsins og viðburðum

o   Kynningar á helstu verkefnum RK.

o   Kynningaherferðir.

o   Mannvinir, fataverkefni, hjálparsíminn, skyndihjálp.

·         Samfélagsmiðlar

o   Heimasíðan –lagfæringar halda  áfram.

o   22.000 fylgjendur á Facebook

o   RKÍ er á Instagram, snapchat og twitter.

·         Útgáfumál

o   Ársskýrslan gefin út rafrænt.

o   Hjálpin komi út ár hvert í september.

o   Útbúið fræðsluefni, nýr bæklingur og kynningarglærur. 

·         Fatabúðir

o   Endurhönnun hefur tekist vel.

o   Áætlanir um tekjur  ekki staðist.

 
Neyðarvarnasvið
Jón Brynjar Birgisson

Mest sífelluverkefni sem eru í stöðugri þróun.  Fyrir utan almannavarnaútköll  þarf að bregðast við á hverjum degi, einkum vegna ferðamanna. Aukinn stuðningur við hælisleitendur. Viðbúnaðaruppbygging heldur áfram í takt við þarfir. 

·         Sálrænn stuðningur 

o   Sálfræðingur

o   Viðbragðshópar.

o   Samráðshópar áfallahjálpar hafa virkað vel.

·         Hjálparsíminn,  notkun eykst.

o   Sólarhringsopnun - til skoðunar hvort hún sé nauðsynleg.

o   Mansal – aðstoð við þolendur, verið að móta gátt fyrir þolendur. Heildarkerfið þarf að geta tekið við.

·         Skyndihjálp

o   Verið að móta nýtt vefnámskeið

o   Hækkun á námskeiðsgjöldum, en skírteini lækka í verði.

o   Fullkomnari brúður verða keyptar


Deildaþjónusta
Nína Helgadóttir

·         Sjálfboðaliðar

o   Gagnagrunnur, viðhald á réttum upplýsingum.

o   Hópstjórar, fjölga þeim og þjálfa

o   Sýnileiki í nærsamfélaginu.

o   Fréttabréf tvisvar á ári.

·         Ungmennamál, unnið að endurskoðun.

·         Fræðsla og námskeið

o   Samræming, uppfærsla og endurskoðun efnis.              

o   Verklag við fræðslu og móttöku sjálfboðaliða.

 

·         Málsvarastarf

o   Félagslega einangraðir, fátækir, innflytjendur og ungir óvirkir.

o   Fylgja eftir málþingi um mannauð innflytjenda.

o   Vertu næs, námsefni, skólar, sveitarfélög, fræðsla heldur áfram

o   Búa þarf til samtalsvettvang um fjölmenningarsamfélagið og gagnkvæma aðlögun.

·         Þróun verkefna

o   Félagslega einangraðir, símavinir, nýtt verkefni

o   Ungir óvirkir, samstarf við Hugarafl í skoðun.   

o   Innflytjendur,  hvernig sinnum við hópnum 

·         Landskönnun undirbúin, aðferðarfræði 

o   Undirbúin á næsta ári, verður framkvæmd 2018

o   Samstarf við háskólasamfélagið.

o   Skoða einnig samvinnurannsóknir.

 

Fataflokkun

Örn Ragnarsson
Magn fatnaðar hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum . Sjö starfsmenn vinna í fataflokkun.  Eimskip flytur fatnað beint til Bremerhaven . Skipulag flókið, þörf á endurskipulagningu.

Fjármálasvið

Arna Harðardóttir

Endanleg fjárhagsáætlun verður kynnt á desemberfundi stjórnar. Kassatekjur þriðjungur af því sem var fyrir tíu árum síðan. Hins vegar á félagið góða sjóði. – sjá glærur.

Laust fjármagn og eignir deilda

Sumar deildir eiga töluverða fjármuni á bókum.

Fasteignir í eigu félagsins.
Rekstrarkostnaður sem hlutfall af kassatekjum er í heild 49%. Nýting á húsnæði deilda í sumum tilfellum ekki mikil. Sumar deildir safna kassatekjum  Aðstoð við ávöxtun fjármuna deildanna þarf að skoða.

Samþykkt að framkvæmaráð skoði þessi atriði, mögulega spyrji deildirnar hvernig þessu verði best háttað.

4.       Málefni deilda á Vestur- og Suðurlandi

Farið yfir kostnað vegna svæðisfulltrúa á Vestur- og Suðurlandi og rætt um leiðir til úrbóta.  Samþykkt að framkvæmdaráð vinni þetta mál áfram. 

5.       Skýrsla Rauða krossins í Reykjavik

Frestað til næsta fundar.

6. Skýrsla framkvæmdastjóra

Frestað til næsta fundar.

7. Önnur mál

Arna gerði grein fyrir samningaviðræðum við  Sjúkrabílasjóð um rekstur sjúkrabílanna.Umræður um nýjan samning hafa staðið yfir í 20 mánuði. Stjórn RKÍ samþykkti á haustdögum fyrir sitt leyti samning, en sjúkratryggingar hafa síðan sett fram nýjar hugmyndir um eignarhald og rekstur bílanna.  Tillögur sjúkratrygginga þýða mikla breytingu á eðli rekstrarins.
Samþykkt er  að formaður, framkvæmdastjóri og fjármálastjóri ræði við nýjan ráðherra. 

Fundi slitið kl. 18.30