Fundargerð stjórnar 18. ágúst 2017

18.8.2017

Fundargerð 18. ágúst 2017

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi
Fundurinn er númer 12 hjá núverandi stjórn og númer 1012 frá upphafi.
Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Ragna Árnadóttir, Helgi Ívarsson, Sveinn Þorsteinsson,
Hrund Snorradóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Jónas Sigurðsson, Halldór
Valdimarsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Ragnar Þorvarðarson og Ívar Kristinsson.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri, og Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, sem
ritaði fundargerð. Margrét Vagnsdóttir boðaði forföll.
Gengið til dagskrár kl. 16.00.
Formaður setti fund og bauð stjórnarfólk velkomið.
1. Starfsánægjukönnun
Þorlákur Karlsson frá Maskínu fór yfir könnunina og kynnti niðurstöðurnar. Könnunin fór
fram 2.-14. júní. Þátttaka í könnunni var afar góð eða um 90% . Megin niðurstöður hennar
sýna að í öllum könnuðum þáttum er jákvæð breyting á milli ára. Niðurstöðurnar sýna að
starfsandi, traust og starfsánægja er með því besta sem þekkist miðað við þær kannanir sem
Maskína hefur gert meðal fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka í landinu.
Ívar og Ragnar mættu á fundinn kl. 16.38.
Þorlákur yfirgaf fundinn kl. 16.59.
2. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 17. ágúst
Samþykkt.
3. Fundargerð stjórnarfundar frá 16. júní
Samþykkt.
4. Samningur við dómsmálaráðuneytið
Framkvæmdastjóri kynnti framlengingu á samningi við dómsmálaráðuneytið varðandi
talsmannaþjónustu og aðra aðstoð við hælisleitendur. Nýjar útboðsreglur á EES-svæðinu
kalla á að þeir sem hafa áhuga á að sinna þessari þjónustu þurfa að hafa samband við
Ríkiskaup. Það hefur verið gert og beðið er svars varðandi framhaldið. Möguleiki er á
samningi til þriggja ára sem mögulega mætti framlengja tvisvar um 1 ár.
Sigrún lagði til að framkvæmdastjóri og/eða formaður skrifi grein um mikilvægi styttingar
málstíma hælisumsókna og legði þar áherslu á afstöðu Rauða krossins varðandi sanngjarna
málsmeðferð. Framkvæmdastjóra og formanni falið verefnið.
5. Sjúkrabílamál
Formaður fór yfir stöðuna. Samningur hefur ekki verið endurnýjaður í tvö og hálft ár.
Einhverjar hugmyndir eru í ráðuneytinu um að breyta tilhögun sjúkrabílaþjónustunnar.Stjórn fól formanni og framkvæmdastjóra að skrifa heilbrigðisráðherra bréf, ítreka
samningsvilja og óska eftir svari.
6. 6 mánaða uppgjör
Framkvæmdastjóri greindi frá því að sex mánaða uppgjör hafi dregist. Uppgjörinu er nú lokið
en ekki tilbúið til ítarlegrar kynningar. Framkvæmdastjóri fór yfir lykiltölur þar sem fram
kemur að tekjur hafa aukist og rekstrarkostnaður lækkað. Ákveðið að sex mánaða uppgjörið
verði tekið til kynningar á næsta fundi.
7. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri greindi frá því að lagarýnihópurinn sé að störfum við að yfirfara lög
félagsins og gengur sú vinna vel. Stefnt að því að kynna niðurstöður á formannafundinum í
október. Fatahópur var myndaður í sumar með fulltrúum fjögurra stórra deilda til að
endurskoða fataverkefni félagsins. Einnig er stefnt að því að kynna niðurstöður þeirrar vinnu
á formannafundinum. Verið er að vinna greiningu á tekjuskiptingu innan félagsins og ættu
niðurstöður að liggja fyrir til kynningar á formannafundi. Sviðsstjóri neyðarvarna fór til
Grænlands eftir hamfarirnar þar í júní. Framkvæmdastjóri sagði frá einstöku framlagi
sjálfboðaliða og starfsfólks Rauða krossins þegar nórósýkingin kom upp á Úlfljótsvatni nú í
ágúst.
8. Önnur mál
a. Formaður minnti á aðalfund félagsins 2018 sem að venju verður haldinn þriðju
helgina í maí. Kjörtímabil nokkurra stjórnarmanna rennur út í vor og þurfa þeir því
íhuga framhaldið. Stjórn samþykkti að boða til fundarins 18.-19. maí 2018 á
höfuðborgarsvæðinu.
b. Formaður bar upp fyrirspurn um fundartíma stjórnar og hvort stjórn vilji breyta
honum. Stjórn samþykkti að breyta fundartímanum og verða fundirnir framvegis kl.
16.00-18.00. Rætt var um að funda annað slagið utan aðalskrifstofu og að halda
lengri vinnufundi um einstök málefni. Framkvæmdastjóra var falið að leggja fram
tillögu á næsta fundi.
c. Næsti stjórnarfundur ákveðinn 15. september kl. 16.00
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18.18.
Fundargerd-18.-agust