Fundargerð stjórnar 16. júní 2017

16.6.2017

Fundargerð 16. júní 2017
Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi.
Fundurinn er númer 11 hjá núverandi stjórn og númer 1011 frá upphafi.
Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Ragna Árnadóttir ( í síma) , Oddrún Kristjánsdóttir, Hrund Snorradóttir,
Jónas Sigurðsson ( í síma) , Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir og Kristín S Hjálmtýsdóttir
framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Fjarverandi: Helgi Ívarsson, Sveinn Þorsteinsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Ragnar Þorvarðarson, Sigrún
Árnadóttir og Ívar Kristinsson.
Formaður setti fund, bauð stjórnarmenn velkomna og gesti fundarins Örnu Harðardóttur fjármálastjóra
RKÍ og Theodór S. Sigurbergsson, löggiltan endurskoðanda hjá Grant Thornton.
1. Fundagerð framkvæmdarráðs 09.06 2017
Fundargerð samþykkt.
2. Fundargerð stjórnarfundar 05.05. 2017
Fundargerð samþykkt.
3. Ársreikningar félagsins
Theodór S. Sigurbergsson fór yfir ársreikning Landsskrifstofu og samstæðureikning Rauða krossins
á Íslandi fyrir árið 2016.
Helstu niðurstöður ársreiknings Landsskrifstofu

 • Tekjur eru 270 m.kr. eða 23% yfir áætlun og kostnaður 216 m.kr. eða 19% yfir áætlun
 • Tekjuafgangur er 53 milljónir, en áætlun fyrir árið 2016 gerði ráð fyrir 530 þúsund króna afgangi
 • Kassatekjur voru alls 80 m.kr. umfram áætlun, þar af var hluti Landsskrifstofu af kassatekjum 61 m.kr. yfir áætlun
 • Tekjur af Fataverkefni voru 12,6 m.kr. undir áætlun
 • Stærsta frávikið á tekjuhliðinni er í samningsbundnum tekjum frá ríkinu, mest vegna tekna frá UTN vegna alþjóðlegra verkefna, en einnig vegna tekna frá IRR vegna samnings um þjónustu við hælisleitendur. Samningsbundin framlög voru alls 468 m.kr. sem var 245 m.kr. meira en áætlun gerði ráð fyrir.
 • Mesta frávik frá áætlun á gjaldahliðinni er í alþjóðaverkefnum. Ráðstöfun var 473 m.kr., en áætlun var 299 m.kr., mismunur er 174 m.kr.
 • Niðurstaðan er að meira til ráðstöfunar en árið 2015
 

Helstu niðurstöðu samstæðureiknings fyrir árið 2016:

 • Tekjur til verkefna aukast um 31% og eru 2,4 milljarðar
 • Gjöld og framlag til verkefna aukast um 24% og eru 2, 1 milljarður


Helstu niðurstöðu samstæðureiknings fyrir árið 2016:

 • Tekjur til verkefna aukast um 31% og eru 2,4 milljarðar
 • Gjöld og framlag til verkefna aukast um 24% og eru 2, 1 milljarður
 • Tekjur umfram gjöld voru 283 milljónir samanborið við 134 milljónir árið 2015 – þar af er
 • tekjuafgangur Landsskrifstofu 58 m.kr. , Sjúkrabílasjóðs 157 m.kr. og deilda 68 m.kr.
 • Heildareignir félagsins eru 4 milljarðar, þar af eru fasteignir og aðrir fastafjármunir 1 milljarðar,
 • verðbréfaeign 1, 2 milljarður og handbært fé 1, 4 milljarðar

Ársreikningur Landsskrifstofu fyrir árið 2016 og samstæðureikningur Rauða krossins á Íslandi voru
samþykktir og undirritaðir.
4. Sjúkrabílamál
Sveinn Kristinsson formaður og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri fóru yfir stöðuna, en
félagið hefur nú verið samningslaust við ríkið í rúm tvö ár. Ekkert hefur heyrst frá ráðuneytinu milli
stjórnarfunda.
5. Fataverkefni
Framkvæmdastjóri kynnti að myndaður hefði verið vinnuhópur sem í sitja fjármálastjóri, tveir
fulltrúar frá deildum á höfuðborgarsvæðinu og tveir fulltrúar utan frá landi. Hópurinn skal skila
niðurstöðum til framkvæmdastjóra fyrir formannafund í haust.
6. Vinna við endurskoðun laga
Verið er að vinna að endurskoðun laga félagsins, formaður og framkvæmdastjóri hafa fundað með
vinnuhóp stjórnar. Tillögur til kynningar og umfjöllunar verða tilbúinar í haust.
7. Erindi Landsbjargar
Bréf frá Landsbjörgu lagt fram. Afgreiðslu frestað til næsta stjórnarfundar.
8. Formannafundur 2017
Stjórn samþykkir að boða til formannafundar 28. október næstkomandi. Framkvæmdastjóri sendir
út boð á formenn.
9. Verkefnasjóður
Rætt um að breyta reiknisári Verkefnasjóðs þannig að það væri frá 1. september til 31. ágúst árið
eftir. Tillagan samþykkt.
10. Skýrsla framkvæmdastjóra
a. Sjálfboðaliðaþing
Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður skoðanakönnunar meðal sjálfboðaliða sem sóttu þingið.
Þar kom fram að almenn ánægja ríkti um framkvæmd þingsins en bent á smávægilega hnökra.
b. Starfsánægjukönnun
Niðurstaða starfsánægjukönnunar er ekki tilbúin til kynningar. Verður kynnt á næsta fundi
stjórnar.c. Málefni deildaFramkvæmdastjóri ræddi málefni þriggja deilda og kynnti stjórn tillögur sínar í málinu

11. Önnur mál
a) Svar laganefndar við erindi Rauða krossins í Mosfellsbæ var kynnt.
b) Næsti fundur stjórnar er áformaður eftir miðjan ágúst næstkomandi.
Fundi slitið kl. 18.45/ksh

 

Fundargerd-stjornar-16.-juni