Fundargerð 24. nóvember 2017

24.11.2017

Fundargerð 24. nóvember 2017

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Fundurinn er númer 15 hjá núverandi stjórn og númer 1015 frá upphafi.
Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson, Sigrún Árnadóttir, Jónas Sigurðsson,
Ívar Kristinsson og Ragna Árnadóttir. Margrét Vagnsdóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir og
Halldór Valdimarsson í síma. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri og Dögg
Guðmundsdóttir ritaði fundargerð. Oddrún Kristjánsdóttir, Helgi Ívarsson, Hrund Snorradóttir
og Ragnar Þorvarðarson boðuðu forföll.
Gengið til dagskrár kl. 16.02.

Formaður setti fund og bauð stjórnarfólk velkomið.

1. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 17. nóvember 2017

Samþykkt.

2. Fundargerð stjórnarfundar frá 27. október 2017

Samþykkt.

3. Sjúkrabílar

Formaður lagði fram drög að svarbréfi til heilbrigðisráðherra varðandi rekstur sjúkrabíla.
Stjórnin samþykkti drögin.

4. Aðalfundur hreyfingarinnar

a) Kosningar
Formaður fór yfir minnisblað frá Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra á hjálpar- og
mannúðarsviði, um fundinn og kosningarnar.
Halldór hringdi inn á fundinn kl. 16.15.
b) Fundir íslensku sendinefndarinnar
Margir aukafundir og þau hittu öll landsfélögin sem við erum í samstarfi við. Mjög
gagnlegt. Mjög þétt dagskrá á fundinum og lítið svigrúm fyrir aukafundi. Þyrfti að vera
meira svigrúm á næsta fundi eftir tvö ár.

Þóra Björk hringdi inn á fundinn kl. 16.20

5. Fréttir af deildum

Ívar greindi frá vinnu starfshópsins um málefni Eyjafjarðardeildar. Hópurinn hefur hist tvisvar,
rýnt í gögn og rætt við starfsmenn. Vonandi komin niðurstaða vinnunnar fyrir næsta
stjórnarfund 15. desember.
Framkvæmdastjóri greindi frá því að deildarstjóri Mosfellsbæjardeildar hefur sagt upp og
stjórnarmenn hafa hætt. Kvótaflóttamenn á leiðinni til Mosfellsbæjar í janúar og þarf deildin að
vera stöndug til að taka á móti þeim. Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri innanlandssviðs funda með
deildinni á næstunni varðandi stöðuna.

6. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri greindi frá því að árshátíðarferð starfsfólks heppnaðist vel. Samningur
vegna nýs verkefnis „Félagsvinir eftir afplánun“, er tilbúinn vegna samstarfs við
Fangelsismálastofnun um aðstoð við fanga eftir afplánun. Framkvæmdastjóri fór einnig yfir
skipurit landsskrifstofu og upplýsti stjórn um væntanlegar breytingar á samskiptasviði og nýjan
fatastjóra. Framkvæmdastjóri sýndi stjórn drög að gjafabréfum til styrktar innanlandsverkefnum sem fjáröflun. Kaffitár komið í samstarfi við Rauða krossinn og gefur hluta af hverjum kaffipoka til söfnunar fyrir Bangladess.

Ívar yfirgaf fundinn kl. 16.42.

7. Önnur mál

a) Formaður lagði fram minnisblað frá Verkefnasjóði varðandi vinnureglur sjóðsins.
Stjórn lagði til að sjóðurinn gerði drög að breytingum sem þau telja skynsamlegar og
nauðsynlegar sem stjórn gæti þá unnið frekar með.
b) Stjórn barst bréf frá Pétri Karli Kristinssyni, formanni Eskifjarðardeild, varðandi
sameiningu deilda. Þóra Björk bar upp ýmsar spurningar varðandi málið. Formaður,
framkvæmdastjóri og sviðsstjóri innanlandssviðs fara austur og hitta stjórnir til að ræða
málið frekar.
c) Sveinn Þ. lagði til að við fræddum Ásmund Friðriksson um flóttamenn.
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17.04