Fundargerð 20. júní 2018

20.6.2018

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Viðstödd: Sveinn Kristinsson, Ragna Árnadóttir, Hrund Snorradóttir, Halldór Valdimarsson, Gísli Rafn Ólafsson, Melkorka Mjöll Kristinsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Helgi Ívarsson, Jónas Sigurðsson, Oddrún Kristjánsdóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri, Dögg Guðmundsdóttir og Kristrún Pétursdóttir sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu: Ívar Kristinsson

Formaður setti fundinn kl. 16:00
Formaður bauð stjórn velkomna á fundinn
1. Starfsánægjukönnun
Þóra Þorgeirsdóttir frá Maskínu kynnti starfsánægjukönnun Rauða krossins sem framkvæmd var 26. apríl til 11. maí 2018. Niðurstöður voru góðar og í takt við niðurstöður fyrri ára. Nokkur tækifæri eru þó til úrbóta.
Þóra fór af fundi kl 16:28

2. Fundargerð stjórnarfundar 26. maí 2018. Samþykkt.

3. Aðalfundur – eftirvinnsla og samantekt
Formaður fór yfir niðurstöður aðalfundar. Breyta þarf málsgrein í nýjum reglum um Verkefnasjóð þar sem hún tengdist tillögum að nýjum lögum félagsins sem ekki voru samþykktar. Sjá nánar í lið 9. Lagahópurinn mun hittast í næstu viku til að fara yfir málin. Í umræðum kom fram að mögulega þurfi að skerpa á verklagsreglum og stjórnarháttum og upplýsa nýja stjórnarmenn um allt land betur um þá ábyrgð sem þeir bera og vinnuhætti í félaginu. Aðalfundarfulltrúar þyrftu að vera vel undirbúnir fyrir aðalfund í félaginu.
4. PersónuverndarstefnaTillaga að Persónuverndarstefnu Rauða krossins á Íslandi var lögð fyrir stjórn og var hún samþykkt með einni breytingu.
5. SjúkrabílamálFramkvæmdastjóri og formaður greindu frá stöðu mála. Enn hefur ekki borist svar við bréfi Sveins formanns sem hann sendi heilbrigðisráðherra. Beðið er eftir verklýsingu að mati á eignum Sjúkrabílasjóðs Rauða krossins.
6. Samþykktir aðalfundar (Sárafátækt)Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi þann 26. maí 2018 var samþykkt að stofna styrktarsjóð fyrir þá sem verst standa í samfélaginu. Þrír starfsmenn munu vinna að mótun verkefnisins. Stjórn samþykkti að drög að áætlun yrðu kynnt á formannafundi Rauða krossins í nóvember.

7. Verklagsreglur ársreikninga og ársskýrslna
Sveinn formaður kynnti verklagsreglur ársreikninga og ársskýrslna. Uppfærsla þeirra var samþykkt af stjórn. Samþykkt var að skilgreina tímamörk betur og setja tveggja vikna frest á reikningsskil í stað orðsins „strax“.

8. Siðareglur starfsmanna
Lagt var til og samþykkt að siðareglur Rauða kross hreyfingarinnar Code of Conduct frá 2007 gildi fyrir starfsmenn Rauða krossins á Íslandi eftir því sem við á. Þessar siðareglur eru ítarlegri en þær sem hafa gilt til þessa og verða þýddar á íslensku.

9. Fréttir af deildumFramkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um Fáskrúðsfjarðardeild. Starf deildarinnar hefur legið niðri í þó nokkurn tíma, ársreikningum hefur ekki verið skilað, aðalfundir ekki haldnir og vanskil komin á fasteignagjöld. Stjórn samþykkir að leggja deildina niður til bráðabirgða, sbr. b-lið 25. gr. laga Rauða krossins. Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá uppgjöri er varðar eignir og skuldir deildarinnar.Framkvæmdastjóri greindi frá því að eftir ætti að ganga formlega frá máli Eyjafjarðardeildar. Framkvæmdastjóri óskaði eftir heimild frá stjórn til að ganga frá uppgjöri við deildina varðandi fataverkefnið. Stjórn veitti þá heimild.

10. Skýrsla framkvæmdastjóra og erindia) Framkvæmdastjóri lagði fram uppfærðar barnaverndarreglur til samþykktar. Ákveðið var að fresta samþykkt á Barnaverndarreglum Rauða krossins á Íslandi þar til á næsta fundi.
b) Framkvæmdastjóri lagði fram óbreyttar reglur um viðurkenningar sem samþykktar voru af stjórn.
c) Lagt var til að 5. gr. í reglum um verkefnasjóð yrði breytt í: Ef peningaleg eign deildar er hærri en sem nemur tvöföldum kassatekjum er stjórn Verkefnasjóðs heimilt að hafna eða skerða styrk úr sjóðnum. Tillagan samþykkt.
d) Farið var yfir þiggja mánaða uppgjör Rauða krossins á Íslandi auk yfirlits yfir árangur í starfi á tímabilinu janúar til mars 2018.
e) Framkvæmdastjóri lagði fram erindi um samræmingu á milli starfsstöðva félagsins í starfsmannamálum m.a. varðandi starfsmannahandbók, viðveruskráningu, starfskjör og starfsmannastefnu. Stjórn samþykkti erindið og veitti framkvæmdastjóra heimild til að samræma starfsmannamál hjá félaginu.
11. Ályktun um jafnréttismálStjórn hafði áður afgreitt þessa ályktun.
12. Önnur mála) Stjórnarmenn skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis að þeir muni í störfum sínum fyrir félagið hafa grundvallarmarkmið Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans í heiðri og vinna samkvæmt samþykktri stefnu félagsins.
b) Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs, kom inn á fundinn kl. 18 og upplýsti stjórn um nokkur mál.
a. Bréf var sent til utanríkisráðherra undirritað af Sveini Kristinssyni formanni þess efnis að Rauði krossinn á Íslandi styðji það að unnið sé markvisst að því að útrýma kjarnorkuvopnum.
b. Misfórst að kæra eitt mál skjólstæðings Rauða krossins til kærunefndar. Rauði krossinn hefur farið yfir sínar verklagsreglur til þess að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi.
c. Stjórn Rauða krossins barst kvörtun frá sálfræðingi sem þjónustar skjólstæðinga Rauða krossins í hælisleit. Kvörtunin var vegna ábendinga sem Rauði krossinn sendi til Landlæknis fyrir hönd skjólstæðings sem ekki var ánægður með þá þjónustu sem hann hafði fengið. Sálfræðingnum þótti að starfsferli sínum vegið. Rauði krossinn hefur verið í samband við viðkomandi.
c) Jónas greindi frá hátíð í Danmörku þar sem Rauði krossinn í Danmörku var áberandi. Hugmynd kom upp að deildir myndu kynna sig að bæjahátíðum í sínum sveitafélögum.
d) Næsti fundur stjórnar var ákveðinn, föstudaginn 24. ágúst 2018 kl. 16-18.Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 18: 23.