Fundargerð 19. ágúst 2016
Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi
Fundurinn er númer 2 hjá núverandi stjórn og númer 1002 frá upphafi.
Mætt: Sveinn Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson, Hrund Snorradóttir, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Jónas Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir og Ragna Árnadóttir, Ívar Kristinsson og Ragnar Þorvarðarson auk Kristínar S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra. Helgi Ívarsson og Halldór Valdimarsson boðuðu forföll. Þóra Björk Nikulásdóttir mætti eftir lok fundar. Guðný H. Björnsdóttir, ritari fundar
Gengið til dagskrár kl: 16:42
Formaður bauð stjórnarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.
1. Kynning stjórnarmanna
Stjórnarmenn kynntu sig.
2. Fundargerðir frá 20. maí og 21. maí
Samþykktar án efnislegra breytinga. Misritun nafna verður löguð
3. Starfsánægjukönnun
Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður starfsánægjukönnunar sem unni var fyrir landsskrifstofu af Maskinu í maí.
Sviðstjórum hefur verið kynnt niðurstaðan og starfsmönnum verða kynntar hana á starfsmannafundi.
Þegar á heildina er litið kemur hún ágætlega út en alltaf tækifæri til að bæta verklag. Vinna hafin við að fylgja niðurstöðum eftir.
4. Skipulagsmál á RÚV reitnum
Formaður kynnti skipulagsmál á svæðinu. Haldnir hafa verið þrír kynningarfundir um tillöguna. Rauði krossinn sendi inn athugasemdir til skipulagsstjóra, svör hafa ekki borist. Fundað var með borgarstjóra og honum kynntar athugasemdirnar Rauða krossins.
5. Skýrsla framkvæmdastjóra
Farið var á fund forsætisráðherra og honum kynnt málefni Rauða krossins.
Stefnan að hitta fleiri ráðamenn og forvarsmenn atvinnulífsins til að efla samstarf og upplýsa um starfið félagsins, viðburði og fleira. Kynnt var viðburðadagatal þar sem helstu viðburðir til áramóta eru listaðir upp
6. Fundartímar stjórnar
Samþykkt var að hald fundina seinni partinn á föstudögum kl. 16.30.
Næsti fundur verður annað hvort 23.sept.eða 30. sept. Tekið er mið af vinnu stjórnar Verkefnasjóðs.
7. Önnur mál
a). JS ræddi áhyggjur sínar á stöðu sjúkraflutninga á landsbyggðinni.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.18.06