Fundargerð 18. apríl 2018

Fundurinn er númer 19 hjá núverandi stjórn og númer 1019 frá upphafi.

18.4.2018

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Viðstaddir: Ragna Árnadóttir, Sveinn Þorsteinsson, Hrund Snorradóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Ívar Kristinsson, Ragnar Þorvarðarson og Margrét Vagnsdóttir. Þóra Björk Nikulásdóttir og Sveinn Kristinsson voru í síma. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri, Arna Harðardóttir, fjármálastjóri, og Dögg Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu: Halldór Valdimarsson og Jónas Sigurðsson.

Varaformaður setti fundinn kl. 16.08.

1.      Undirritun ársreiknings Sjúkrabílasjóðs og Fatasöfnunar

Theódór S. Sigurbergsson frá Grant Thornton kynnti ársreikning Sjúkrabílasjóðs og fór yfir helstu tölur og upplýsingar. Stjórn samþykkti ársreikninginn án athugasemda.  

Theódór fór einnig yfir ársreikning Fatasöfnunar og kynnti helstu tölur og upplýsingar. Stjórn samþykkti ársreikninginn án athugasemda.

2.      Fundargerð stjórnar frá 16. mars

Samþykkt.

 

  1. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 10. apríl

Samþykkt.

 

  1. Sjúkrabílamál

Arna greindi frá stöðu á viðræðum við heilbrigðisráðuneytið varðandi uppgjör á Sjúkrabílasjóði og yfirfærslu á sjúkrabílamálum til ríkisins. Næsti fundur með verður ráðuneytinu á mánudaginn.

Arna og Theódór yfirgáfu fundinn kl. 17.10.

 

  1. Rammasamningur við utanríkisráðneytið

Framkvæmdastjóri kynnti rammasamninginn. Samningstíminn er þrjú ár og fjármununum skal varið til hjálpar- og mannúðarstarfs.

 

  1. Undirbúningur aðalfundar

Framkvæmdastjóri kynnti drög að dagskrá aðalfundar og voru þau samþykkt.  Framkvæmdastjóri skal gera tillögu að ræðumanni á aðalfundinum og bera undir stjórn. Framkvæmdastjóri greindi frá því að tillögur að lagabreytingum fyrir félagið hafi verið þýddar og sendar til sérstakrar IFRC/ICRC nefndar í Genf sem færi yfir þær og sendi sínar athugasemdir til baka. Þá gat framkvæmdastjóri þess að ákveða þyrfti hver fengi heiðursviðurkenningar á aðalfundinum. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram tillögur fyrir stjórn.

 

  1. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar eftir aðalfund

Formaður lagði til að ný stjórn fundi strax í kjölfar aðalfundarins til að skipta með sér verkum og ákveða fund stjórnar í júní. Var það samþykkt.

 

  1. Sameining deilda á Austurlandi

Bréf hafa borist frá Vopnafjarðardeild og Héraðs- og Borgarfjarðardeild þar sem óskað er eftir samþykki stjórnar fyrir sameiningu deildanna. Stjórn samþykkti það samhljóða.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri greindi frá því að hún hefði verið á sérstökum kvennafundi í Stokkhólmi þar sem fjallað hefði verið um stöðu kvenna í yfirstjórn hreyfingarinnar. Hún greindi frá því að framkvæmdastjóri og formaður hefðu farið til Möltu á fund með Rauða kross félögum smáríkja í Evrópu. Þá sagði hún frá Evrópuráðstefnu haldin verður í Kazakstan í byrjun maí sem hún og sviðstjóri Mannúðar- og hjálparsviðs mun sækja.

 Starfsánægjukönnun verður gerð fljótlega og spurningalisti sendur á alla starfsmenn í þetta skiptið.

 

  1. Önnur mál

a)      Sveinn Þ. greindi frá því að stjórnir á Suðurlandi ætli að hittast í haust.

b)      Framkvæmdastjóri lagði til að stjórn ákveddi dagsetningu fyrir formannafundinn í haust og sjálfboðaliðaþingið 2019 fyrir aðalfundinn í maí og kynnti dagsetningarnar þar.

c)      Ragnar þakkaði fyrir samstarfið en þetta er síðasti stjórnarfundur hans. Voru honum þökkuð góð störf í þágu félagsins og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17.43.