Fundargerð 16. mars 2018

Fundurinn er númer 18 hjá núverandi stjórn og númer 1018 frá upphafi.

16.3.2018

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi 16. mars 2018

Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Sigrún Árnadóttir, Ívar Kristinsson, Halldór Valdimarsso og Ragna Árnadóttir. Jónas Sigurðsson og Hrund Snorradóttir voru í síma. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri, og Dögg Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu: Ragnar Þorvarðarson, Sveinn Þorsteinsson og Oddrún Kristjánsdóttir.

Formaður setti fundinn kl. 16.22

1.      Fundargerð stjórnar frá 3. febrúar

Samþykkt.

 

  1. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 12. mars

Samþykkt.

 

  1. Talsmannasamningur

Framkvæmdastjóri greindi frá nýundirrituðum samningi við DMR um talsmannaþjónustu vegna hælisleitenda. 3 ára samningur, hægt að framlengja tvisvar 1 ár í senn. Allir starfsmenn komnir með fastráðningu í kjölfarið.

 

  1. Sjúkrabílamál

Formaður greindi frá því að samningaviðræður ganga ekki og ráðuneytið vill hætta samstarfi við Rauða krossinn og taka yfir rekstur sjúkrabíla í landinu. Félagið vill þá slíta samstarfinu strax. Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með ráðuneytinu í vikunni. Viðtal við framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna þessa. Næst á dagskrá er að semja um uppgjör. Stjórn harmar að ekki hafi náðst samningur við ríkið og að þessu samstarfi sé að ljúka. Stjórnin lýsir yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra í þessu máli. Stjórn uggandi yfir því hvaða áhrif þetta geti haft á sjúkraflutninga í landinu.

 

  1. Móttaka flóttamanna

Kvótaflóttamenn komnir til landsins og fleiri á leiðinni. Hefur gengið misvel eftir stöðum og vandræði með húsnæði. Vantar húsnæði fyrir einhverja hópa. Náðist ekki að ráða starfsmann fyrir austan. Sumar deildir félagsins of litlar til að ráða við verkefnið. Flókið ferli og þarf að skoða vel. Rauði krossinn kemur ekki að ákvörðunum um staðsetningu flóttamanna og þyrftum við að geta haft áhrif á staðsetninguna út frá getu deilda til að taka þátt í þessu.

 

  1. Fréttir frá deildum

Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu mála hjá Eyjafjarðardeild. Útlitið gott fyrir framhaldið. Stjórn þarf að taka ákvörðun varðandi fjármagn sem deildin skuldar félaginu. Stjórn óskar eftir að fjármálastjóri félagsins útbúi tillögur fyrir stjórn.  Góður gangur í Mosfellsbæ hjá nýrri stjórn. Aðalfundatörn deildanna lokið.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra

Nýr deildarstjóri ráðinn í Reykjavík, Marín Þórsdóttir. Var fyrir nokkrum árum verkefnastjóri hjá deildinni og þekkir starfið vel. Kemur til starfa 2. maí.

 

  1. Önnur mál

a)      Framkvæmdastjóri greindi frá samantekt um neyðaraðstoð fyrir jólin 2017.

b)      Þreifingar um endurgjaldslausa tannlækna- og sjálfræðiþjónustu fyrir bágstadda.

c)      Drögin að lögunum fóru út til deilda 26. febrúar sl.

d)      Ívar spurði út í ferli þegar starfsmenn hætta störfum hjá Rauða krossinum.

e)      Ný lög um persónuvernd taka gildi í maí. Rauði krossinn þarf að aðlaga sig að þeim.

f)       Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV verður með umfjöllun um spilakassa á þriðjudaginn í næstu viku.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18.00.