Fundargerð 15. desember 2017
Fundargerð 15. desember 2017
Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi
Fundurinn er númer 16 hjá núverandi stjórn og númer 1016 frá upphafi.
Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson, Sigrún Árnadóttir, Jónas Sigurðsson,
Ívar Kristinsson, Oddrún Kristjánsdóttir, Helgi Ívarsson, Hrund Snorradóttir og Ragnar
Þorvarðarson, Ragna Árnadóttir, Margrét Vagnsdóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir og Halldór
Valdimarsson í síma. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri, Arna Harðardóttir,
fjármálastjóri, Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs, Jón Brynjar
Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs, og Dögg Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.
Gengið til dagskrár kl. 12.10.
Formaður setti fund og bauð stjórnarfólk velkomið.
1. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 11. desember 2017
Samþykkt.2. Fundargerð stjórnarfundar frá 24. nóvember 2017
Samþykkt.3. Sjúkrabílar
Fundur ákveðinn með nýjum heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttir, þriðjudaginn 19.desember til að ræða endurnýjun samnings. Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri fara á fundinn.
4. Fjárhagsáætlun – kynning sviða
Arna Harðardóttir sviðstjóri fjármálasviðs kynnti tillögu að fjárhagsáætlun félagsins fyrir 2018og fór yfir helstu tekju- og útgjaldaliði. Tekjuafgangur er áætlaður 7 milljónir króna.
Ragna vék af fundi kl. 12.45.
Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs, kom á fundinn kl. 13.00.
Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs, kynnti áætlun sviðsins fyrir
2018. Atli yfirgaf fundinn kl. 13.30.
Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs, kynnti áætlun sviðsins fyrir 2018.
Fjárhagsætlun Rauða krossins á Íslandi fyrir árið 2018 var samþykkt samhljóða.
5. Reglur Verkefnasjóðs og úthlutun
Formaður bar upp tillögu að úthlutun til Akranesdeildar til samþykktar. Farist hafði fyrir ásíðasta stjórnarfundi til að ganga frá afgreiðslunni. Stjórn samþykkti úthlutunina.
6. Starfsdagur stjórnar
Formaður bar upp tillögu um að stjórn héldi starfsdag 3. febrúar á eða í grennd viðhöfuðborgarsvæðið. Stjórn samþykkti tillöguna. Til umfjöllunar yrði m.a. tillögum að
lagabreytingum og voru stjórnarmenn hvattir til að koma með tillögur að öðru efni.
Samþykktur fundartími fyrir aðalfund félagsins var 19. maí en það er hvítasunnuhelgin.
Formaður bar því upp tillögu að hann yrði færður yfir á 12. maí. Stjórnarfundur yrði þá 11. maí.
Stjórnin samþykkti nýjan fundartíma.
Jón Brynjar vék af fundi kl. 13.45.Arna vék af fundi kl. 13.47.
7. Málefni deilda
Ívar greindi frá vinnu starfshóps stjórnar um málefni Eyjafjarðardeildar. Tillaga kom fram umað allt bókhald deilda félagsins færist frá og með 1. janúar 2018 til landsskrifstofu með vísun í
2. mgr. 15. gr. laga félagsins.
Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu Rauða krossins í Mosfellsbæ en stjórnin sagði af sér 11.
desember. Formaður lagði til að aðalfundur deildarinnar yrði haldinn 18. janúar til að kjósa nýja
stjórn og að hann auglýsti fundinn. Var það samþykk af stjórn. Reykjavíkurdeild tekur yfir
skuldbindingar deildarinnar varðandi móttöku þeirra flóttamanna sem von er á í janúar.
Ragnar vék af fundi kl. 14.20.
8. Bréf frá Landsbjörg
Erindi barst frá Landsbjörg með ósk um fund í janúar þar sem ræða skildi breytingar á samningium Íslandsspil. Stjórn telur ekki ástæðu til að ræða efnisatriði samningsins en býður stjórn
Landsbjargar í heimsókn við hentugt tækifæri.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri greindi frá ferð sinni til Suður-Súdan með sviðsstjóra Hjálpar- ogmannúðarsviðs og ljósmyndara. Hún greindi frá því að launasamtöl standi yfir núna og viðtöl
tekin við alla starfsmenn. Hún gat þess að tekin hefðu verið skref í átt til jafnlaunavottunar.
10. Önnur mál
a) Sigrún spurði hvort væru til áætlanir hvernig brugðist yrði við kynferðislegri áreitni ogeinelti. Framkvæmdastjóri sagði svo væri og búið væri að upplýsa starfsmenn.
b) Rætt um ásýnd Rauða krossins samskiptaleiðir og upplýsingagjöf innan og utan félagsins.
Ívar vék af fundi kl. 14.40.
Framkvæmdastjóri og Dögg véku af fundi kl. 14.45.
c) Formaður upplýsti stjórn um starfsmannaviðtal við framkvæmdastjóra.
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14.50.